Enski boltinn

Scholes tæklaði til að hefna sín

Scholes lætur hér Jens Nowotny finna fyrir því.
Scholes lætur hér Jens Nowotny finna fyrir því.
Þó svo Paul Scholes hafi hvorki verið sá stærsti né sterkasti inn á vellinum þá var hann afar harður í horn að taka. Scholes þótti þess utan grimmur tæklari og fékk að líta rauða spjaldið tíu sinnum á ferlinum.

Scholes hefur nú viðurkennt að margar af þessum skrautlegu tæklingum hafi verið hefndartæklingar.

"Auðvitað kann ég að tækla. Það geta allir séð. Þegar ég átti ljótar tæklingar þá var ég að hefna mín. Ef einhver tæklaði mig snemma í leik þá var ég alltaf meðvitaður um að ég ætti eftir að hefna mín. Auðvitað voru ekki allar þessar tæklingar samt viljandi. Stundum voru tæklingarnar einfaldlega illa tímasettar," sagði miðjumaðurinn fyrrverandi.

Scholes segir að undir lok ferilsins hafi hann fengið óvenju mörg spjöld þar sem dómurum fannst hann vera grófur leikmaður.

"Þetta er samt ekki svo slæmt. Ég fékk ekki það mörg gul og rauð spjöld á ferlinum. Mér fannst ég samt fá mörg óþarfa spjöld undir lokin. Ég mátti ekki tækla án þess að fá gult," sagði Scholes sem fékk 145 gul spjöld á ferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×