Enski boltinn

Toure: Vont fyrir United að tapa gegn Wolves

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolo Toure.
Kolo Toure.

Kolo Toure og félagar í Man. City hafa ekki gefist upp í baráttunni um enska meistaratitilinn og tap Man. Utd gegn Wolves gefur liðinu von um að United sé að fara að gefa eftir.

United og City mætast á laugardaginn og þar verður væntanlega slegist eins og svo oft áður í þessum nágrannaslögum.

"Þegar lið hafa verið á siglingu eins og Man. Utd og tapa svo óvænt fer allt úr skorðum. Sjálfstraustið verður fyrir höggi og allt verður erfiðara," sagði Toure.

"Kannski gerist það hjá United. Það var erfitt fyrir þá að tapa þessum leik. Við ætlum okkur að nýta þetta tap og reyna að keyra grimmt á þá og ná fram hefndum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×