Fótbolti

Zlatan borgar 2 milljónir á dag fyrir glæsivillu í skíðaparadís

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Sænski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Zlatan Ibrahimovich, lætur sér ekki leiðast um jólin.
Sænski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Zlatan Ibrahimovich, lætur sér ekki leiðast um jólin. Getty Images / Nordic Photos
Sænski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Zlatan Ibrahimovich, lætur sér ekki leiðast um jólin en hann hefur „hertekið" skíðaparadísina Åre í heimalandinu. Zlatan leigir 700 fermetra glæsihýsi af norskum athafnamanni yfir jólahátíðina og greiðir AC Milan leikmaðurinn rúmlega 2 milljónir kr. á sólarhring fyrir húsið, en gríðarlegur fjöldi gesta eru með í för hjá Zlatan og fjölskyldu.

Myndir af glæsivillunni má nálgast hér.

Húsið er risastórt en það dugir ekki fyrir Zlatan og fjölskyldu því hann hefur að auki tekið á leigu 10-20 herbergi fyrir gesti á lúxushóteli sem er í eigu Norðmannsins sem á glæsihýsið.

Ekkert er leiki í ítölsku deildarkeppninni um jólahátíðina líkt og á Englandi. Zlatan þarf að mæta aftur í vinnu hjá AC Milan í lok þessa árs. AC Milan mun fara í æfingaferð tl Dubai í upphafi næsta árs en deildarkeppnin hefst 8. janúar. Hann er markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar með 11 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×