Enski boltinn

Ancelotti: Torres var engin gjöf frá Roman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Torres og Ancelotti.
Torres og Ancelotti.

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hafi keypt Fernando Torres án þess að tala við sig. Þar af leiðandi eigi þessi kaup ekkert skylt við kaupin á Andrei Shevchenko á sínum tíma.

Chelsea gerði Torres að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans er það greiddi 50 milljónir punda fyrir hann frá Liverpool. Torres mun svo líklega spila sinn fyrsta leik fyrir Chelsea gegn Liverpool í dag.

"Þetta er ekki eins og með Shevchenko. Ég virkilega vildi fá Torres og bað um að hann yrði keyptur. Ég hafði reynt að fá hann áður," sagði Ancelotti.

"Torres er mjög mikilvægur fyrir félagið þvi hann er ungur og þar af leiðandi framtíð félagsins líka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×