Enski boltinn

Pires skoraði í sigri Aston Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Pires fagnar marki sínu í dag.
Robert Pires fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images

Aston Villa er komið áfram í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Birmingham. Þá vann Leyton Orient sigur á Swansea, 2-1.

Þremur leikjum er nú lokið í bikarnum í dag en í fyrsta leik dagsins skildu Chelsea og Everton jöfn, 1-1.

Robert Pires gekk í raðir Aston Villa fyrr á tímabilinu og hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í dag.

Ciaran Clark kom Villa yfir snemma í leiknum en Nikola Kalinic jafnaði metin fyrir Blackburn stuttu síðar.

Pires kom svo Villa yfir á 35. mínútu með laglegu skoti áður en Nathan Delfuenso tryggði liðinu endanlega sigur skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks með skallamarki.

Alan Tate, fyrirliði Swansea, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum gegn Leyton Orient í dag og reyndist það sigurmark leiksins.

Jimmy Smith kom Orient yfir en Swansea náði að jafna í lok fyrri hálfleiks með marki Cedric van der Gun.

Tate stýrði svo fyrirgjöf sem kom inn í vítateig Swansea í eigið mark en markið þótti afar óheppilegt, eins og reyndar flest sjálfsmörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×