Fótbolti

AZ Alkmaar tapaði stórt á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Berg
Marcus Berg Mynd/AFP
Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn og Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 67. mínútu þegar AZ Alkmaar tapaði 0-4 á heimavelli á móti toppliði PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Svíinn Marcus Berg og Ungverjinn Balázs Dzsudzsák skoruðu báðir tvö mörk fyrir PSV í leiknum. Berg skoraði fyrsta og fjórða markið en Dzsudzsák skoraði tvö mörk í millitíðinni.

PSV var komið í 2-0 eftir hálftíma leik en tvö síðustu mörkin komu á 66. og 77. mínútu.

Kolbeinn hafði skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum en tókst ekki að skora í kvöld. Hann fékk hinsvegar gult spjald á 61. mínútu leiksins.

PSV er á toppnum með jafnmörg stig og Twente en með betri markaöltu. AZ er í 6. sætinu þrettán stigum á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×