Enski boltinn

Rooney hlakkar til að spila með Chicharito á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rooney og Chicharito fagna marki í leik með United.
Rooney og Chicharito fagna marki í leik með United. Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney sagði í viðtali við MUTV-sjónvarpsstöðina að hann bíður spenntur eftir því að fá að spila með Javier Hernandez á nýjan leik.

Hernandez hefur verið frá vegna meiðsla í upphafi tímabilsins og hefur Danny Welbeck því spilað með Rooney í sókn Manchester United.

Welbeck er hins vegar frá vegna meiðsla þessa dagana og líklegt að Alex Ferguson, stjóri United, setji Hernandez í byrjunarlið United gegn Bolton um helgina.

„Ég vona að hann endurtaki leikinn frá síðasta tímabili eða skori jafnvel fleiri mörk fyrir okkur,“ sagði Rooney en Hernandez skoraði alls þrettán mörk á sínu fyrsta tímabili með United.

Rooney segir að þó svo að andstæðingurinn þekki betur til Hernandez nú en í fyrra hafi það ekki allt að segja. „Þannig er það með alla bestu leikmenn heimsins. Allir þekkja þá og vita hvernig þeir spila en samt er alltaf erfitt að stoppa þá. Javier er mjög fljótur í öllum sínum hreyfingum og er afar erfitt að verjast honum.“

Hann hrósaði einnig Hernandez fyrir að hafa aðlagast liðinu vel. „Það er frábært að fá svona strák inn í liðið, sem talar góðar ensku og er alltaf brosandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×