Enski boltinn

Mark Hughes: Eiður leit vel út á æfingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári verður í leikmannahópi Fulham á móti Aston Villa á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í dag en það staðfesti stjórinn Mark Hughes á heimasíðu félagsins í gær. Eiður Smári hefur ekki spilað síðan í október og Hughes segir að hann fái tækifæri til að spila sig í form á næstu vikum.

„Gudjohnsen er hungraður í að fá að spila og hann vill koma ferli sínum aftur af stað. Það var ekki erfið ákvörðun að fá hann hingað enda þarf ekki annað en að skoða hvað hann hefur gert hingað til og þá hefur hann mikla reynslu af stórum klúbbum," sagði Mark Hughes.

„Hann þarf kannski svolítið að sanna sig upp á nýtt því fólk hefur verið að velta sér upp úr því hvar ferill hans sé staddur þessa stundina. Ég tel að hann ætli að sýna sig og sanna og það er engin ástæða fyrir því að hann geti ekki gert það hjá okkur," sagði Hughes.

„Eiður missti af leiknum á miðvikudaginn en hann verður klár í dag. Hann hefur ekki spilað marga leiki á tímabilinu og við reynum að hjálpa honum í leikform á næstunni. Hann er möguleiki fyrir okkar af bekknum og hann leit vel út á æfingum í vikunni," sagði Hughes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×