Innlent

Sagði lögreglu að hann væri bróðir sinn - níu mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Meðal annars var hann dæmdur fyrir rangar sakargiftir en tvívegis gaf hann upp nafn bróður síns þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna umferðarlagabrota. Fyrir vikið var bróðirinn kærður fyrir brotin.

Auk ýmissa umferðarlagabrota var maðurinn einnig sakfelldur fyrir innbrot á nokkrum stöðum. Til dæmis braust maðurinn nokkrum sinnum inn í apótek og inn á auglýsingastofu. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi en hann hefur áður fengið ellefu dóma á sakaferli sínum.

Auk fangelsisdómsins missir hann ökuréttindin í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×