Enski boltinn

Arsenal ætlar að kæra franska sjónvarpsstöð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas og Robin Van Persie  gátu ekki falið vonbrigði sín í leikslok.
Cesc Fabregas og Robin Van Persie gátu ekki falið vonbrigði sín í leikslok. Mynd/AP
Arsenal hefur í hyggju að kæra franska sjónvarpsstöð eftir að hún sagði frá því að enska félagið lægi undir grun um að hafa hagrætt úrslitum í leik sínum á móti Newcastle um helgina.

Arsenal komst í 4-0 í fyrri hálfleik en missti leikinn svo niður í 4-4 jafntefli. Franska stöðin sagði frá því í frétt að Interpol væri komið í málið vegna grunns um miklar peningafærslur í kringum leikinn.

Forráðamenn Arsenal eru mjög ósáttir með fréttaflutning Frakkanna og eru þegar búnir að leita sér lögfræðiaðstoðar. Það lítur allt út fyrir að Arsenal mun kæra frönsku stöðina fyrir meinyrði.

Arsenal hefði minnkað forskot Manchester United á toppnum niður í tvö stig hefði liðinu tekist að vinna leikinn og þessi töpuð stig gætu orðið liðinu dýrkeypt í titilbaráttunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×