Enski boltinn

Richard Keys og Andy Gray komnir með nýjan spjallþátt - í útvarpi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Gray.
Andy Gray. Mynd/AP
Andy Gray og Richard Keys hafa fundið sér nýja vinnu eftir að Sky-Sjónvarpsstöðin rak þá á dögunum fyrir karlrembu ummæli sín um kvenkyns-dómara. Atvikið gerðist utan útsendingar á leik Wolves og Liverpool þegar Sian Massey var aðstoðardómari.

Þeir Gray og Keys munu stjórna saman spjallþætti á útvarpsstöðinni TalkSport. Þátturinn verður á milli tíu og eitt á daginn og þar munu þeir spjalla um fótbolta á sinn hátt.

TalkSport hefur slagorðið; „Staðurinn fyrir menn sem vilja tala um iþróttir," og í gegnum tíðina hafa menn á stöðinni verið óhræddir við að láta allt flakka.

Öll fjölmiðlaumfjöllunin um brottrekstur þeirra Richard Keys og Andy Gray frá Sky mun örugglega sjá til þess að fjöldi manns stillir á stöðina og hlustar á þessa reyndu kappa fara yfir enska boltann á sinn hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×