Enski boltinn

Bramble handtekinn í morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bramble í leik gegn Man. Utd
Bramble í leik gegn Man. Utd
Titus Bramble, varnarmaður Sunderland, er í vondum málum. Hann var handtekinn í dag grunaður um kynferðislega árás og að hafa undir höndum eiturlyf.

Lögreglan handtók Bramble snemma í morgun og hann er í yfirheyrslu sem stendur.

Bramble hefur annars spilað ágætlega í vetur en baulað var á hann á mánudag enda orðaður við Ipswich.

Frekari frétta verður að vænta síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×