Enski boltinn

Wilshere ekki refsað fyrir Twitter-færsluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wilshere var ekki ánægður með Phil Dowd um helgina.
Wilshere var ekki ánægður með Phil Dowd um helgina.

Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að refsa Jack Wilshere, leikmanni Arsenal, fyrir Twitter-færslu sem hann bauð upp á eftir 4-4 jafnteflið gegn Newcastle.

Wilshere var rétt eins og flestir leikmenn Arsenal pirraður eftir leikinn og ákvað að skjóta aðeins á dómarana.

"Óstöðugleikinn í dómgæslunni gengur ekki lengur. Hann er að drepa íþróttina," sagði Wilshere á Twitter-síðu sinni.

Hann fer sér væntanlega hægt næst er hann ætlar að nota Twitter eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×