Natóeldurinn kulnar: Óvirðing við listakonuna Erla Hlynsdóttir skrifar 10. febrúar 2011 08:48 Ítrekað hafa verið unnin skemmdarverk á verkinu 20 logar við Hagatorg Mynd: Vilhelm Gunnarsson Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir „20 logar" en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi. Hver logi táknaði þá hvert aðildarríki. „Einn loginn var víst fjarlægður fljótlega eftir að verkið var sett upp árið 2002. Það var skemmdarverk og hugsanlega unnið af herstöðvarandstæðingi, þó ég viti ekki hvað fær fólk til að skemma listaverk," segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Listaverkið er í eigu borgarinnar en í umsjón Listasafnsins. Hér sést greinilega að logi hefur verið fjarlægðurMynd Vilhelm Vegfarendur tóku nýverið eftir því að öðrum loga virðist hafa verið stolið af verkinu en það hefur ítrekað orðið fyrir skemmdum í gegn um tíðina. Tvisvar hefur verið skvett á það rauðri málningu, nú síðast í fyrravor. Forvörður Listasafns Reykjavíkur hreinsaði þá verkið ásamt öðrum starfsmanni og var hreinsunin nánast dagsverk fyrir þá báða. Kostnaður vegna hreinsunarinnar féll á Listasafnið. „Það er leitt að fólk ráðist á listaverk til að mótmæla pólitískum ákvörðunum. Hulda Hákon er einn af okkar bestu listamönnum og hún á ekki þessa óvirðingu skilið. Þó svo að utanríkisráðuneytið hafi greitt fyrir gerð verksins í tengslum við samstarfsfund NATO hér á landi þá hefur verkið sjálfstætt líf sem listaverk," segir Hafþór. Á sínum tíma var verkið afhjúpað við mikla viðhöfn af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra.Halldór Ásgrímsson afhjúpaði verkið 14. maí 2002Mynd Nató„Hugmyndin að verkinu er gagnkvæmur skilningur milli þjóða, sem ég held að allir ættu að geta skrifað undir burtséð hvaða skoðanir þeir hafa á einstökum millilandasamningum - verkið er miklu almennara en svo," segir Hafþór. Aðspurður um ástæður þess að ekki var settur nýr logi á verkið í stað þess sem stolið var árið 2002 segir Hafþór að hann hafi ekki unnið á safninu á þeim tíma, en telur tæknilegar ástæður liggja að baki þess að verkið var ekki lagað. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir „20 logar" en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi. Hver logi táknaði þá hvert aðildarríki. „Einn loginn var víst fjarlægður fljótlega eftir að verkið var sett upp árið 2002. Það var skemmdarverk og hugsanlega unnið af herstöðvarandstæðingi, þó ég viti ekki hvað fær fólk til að skemma listaverk," segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Listaverkið er í eigu borgarinnar en í umsjón Listasafnsins. Hér sést greinilega að logi hefur verið fjarlægðurMynd Vilhelm Vegfarendur tóku nýverið eftir því að öðrum loga virðist hafa verið stolið af verkinu en það hefur ítrekað orðið fyrir skemmdum í gegn um tíðina. Tvisvar hefur verið skvett á það rauðri málningu, nú síðast í fyrravor. Forvörður Listasafns Reykjavíkur hreinsaði þá verkið ásamt öðrum starfsmanni og var hreinsunin nánast dagsverk fyrir þá báða. Kostnaður vegna hreinsunarinnar féll á Listasafnið. „Það er leitt að fólk ráðist á listaverk til að mótmæla pólitískum ákvörðunum. Hulda Hákon er einn af okkar bestu listamönnum og hún á ekki þessa óvirðingu skilið. Þó svo að utanríkisráðuneytið hafi greitt fyrir gerð verksins í tengslum við samstarfsfund NATO hér á landi þá hefur verkið sjálfstætt líf sem listaverk," segir Hafþór. Á sínum tíma var verkið afhjúpað við mikla viðhöfn af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra.Halldór Ásgrímsson afhjúpaði verkið 14. maí 2002Mynd Nató„Hugmyndin að verkinu er gagnkvæmur skilningur milli þjóða, sem ég held að allir ættu að geta skrifað undir burtséð hvaða skoðanir þeir hafa á einstökum millilandasamningum - verkið er miklu almennara en svo," segir Hafþór. Aðspurður um ástæður þess að ekki var settur nýr logi á verkið í stað þess sem stolið var árið 2002 segir Hafþór að hann hafi ekki unnið á safninu á þeim tíma, en telur tæknilegar ástæður liggja að baki þess að verkið var ekki lagað.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira