Natóeldurinn kulnar: Óvirðing við listakonuna Erla Hlynsdóttir skrifar 10. febrúar 2011 08:48 Ítrekað hafa verið unnin skemmdarverk á verkinu 20 logar við Hagatorg Mynd: Vilhelm Gunnarsson Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir „20 logar" en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi. Hver logi táknaði þá hvert aðildarríki. „Einn loginn var víst fjarlægður fljótlega eftir að verkið var sett upp árið 2002. Það var skemmdarverk og hugsanlega unnið af herstöðvarandstæðingi, þó ég viti ekki hvað fær fólk til að skemma listaverk," segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Listaverkið er í eigu borgarinnar en í umsjón Listasafnsins. Hér sést greinilega að logi hefur verið fjarlægðurMynd Vilhelm Vegfarendur tóku nýverið eftir því að öðrum loga virðist hafa verið stolið af verkinu en það hefur ítrekað orðið fyrir skemmdum í gegn um tíðina. Tvisvar hefur verið skvett á það rauðri málningu, nú síðast í fyrravor. Forvörður Listasafns Reykjavíkur hreinsaði þá verkið ásamt öðrum starfsmanni og var hreinsunin nánast dagsverk fyrir þá báða. Kostnaður vegna hreinsunarinnar féll á Listasafnið. „Það er leitt að fólk ráðist á listaverk til að mótmæla pólitískum ákvörðunum. Hulda Hákon er einn af okkar bestu listamönnum og hún á ekki þessa óvirðingu skilið. Þó svo að utanríkisráðuneytið hafi greitt fyrir gerð verksins í tengslum við samstarfsfund NATO hér á landi þá hefur verkið sjálfstætt líf sem listaverk," segir Hafþór. Á sínum tíma var verkið afhjúpað við mikla viðhöfn af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra.Halldór Ásgrímsson afhjúpaði verkið 14. maí 2002Mynd Nató„Hugmyndin að verkinu er gagnkvæmur skilningur milli þjóða, sem ég held að allir ættu að geta skrifað undir burtséð hvaða skoðanir þeir hafa á einstökum millilandasamningum - verkið er miklu almennara en svo," segir Hafþór. Aðspurður um ástæður þess að ekki var settur nýr logi á verkið í stað þess sem stolið var árið 2002 segir Hafþór að hann hafi ekki unnið á safninu á þeim tíma, en telur tæknilegar ástæður liggja að baki þess að verkið var ekki lagað. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir „20 logar" en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi. Hver logi táknaði þá hvert aðildarríki. „Einn loginn var víst fjarlægður fljótlega eftir að verkið var sett upp árið 2002. Það var skemmdarverk og hugsanlega unnið af herstöðvarandstæðingi, þó ég viti ekki hvað fær fólk til að skemma listaverk," segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Listaverkið er í eigu borgarinnar en í umsjón Listasafnsins. Hér sést greinilega að logi hefur verið fjarlægðurMynd Vilhelm Vegfarendur tóku nýverið eftir því að öðrum loga virðist hafa verið stolið af verkinu en það hefur ítrekað orðið fyrir skemmdum í gegn um tíðina. Tvisvar hefur verið skvett á það rauðri málningu, nú síðast í fyrravor. Forvörður Listasafns Reykjavíkur hreinsaði þá verkið ásamt öðrum starfsmanni og var hreinsunin nánast dagsverk fyrir þá báða. Kostnaður vegna hreinsunarinnar féll á Listasafnið. „Það er leitt að fólk ráðist á listaverk til að mótmæla pólitískum ákvörðunum. Hulda Hákon er einn af okkar bestu listamönnum og hún á ekki þessa óvirðingu skilið. Þó svo að utanríkisráðuneytið hafi greitt fyrir gerð verksins í tengslum við samstarfsfund NATO hér á landi þá hefur verkið sjálfstætt líf sem listaverk," segir Hafþór. Á sínum tíma var verkið afhjúpað við mikla viðhöfn af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra.Halldór Ásgrímsson afhjúpaði verkið 14. maí 2002Mynd Nató„Hugmyndin að verkinu er gagnkvæmur skilningur milli þjóða, sem ég held að allir ættu að geta skrifað undir burtséð hvaða skoðanir þeir hafa á einstökum millilandasamningum - verkið er miklu almennara en svo," segir Hafþór. Aðspurður um ástæður þess að ekki var settur nýr logi á verkið í stað þess sem stolið var árið 2002 segir Hafþór að hann hafi ekki unnið á safninu á þeim tíma, en telur tæknilegar ástæður liggja að baki þess að verkið var ekki lagað.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira