Natóeldurinn kulnar: Óvirðing við listakonuna Erla Hlynsdóttir skrifar 10. febrúar 2011 08:48 Ítrekað hafa verið unnin skemmdarverk á verkinu 20 logar við Hagatorg Mynd: Vilhelm Gunnarsson Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir „20 logar" en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi. Hver logi táknaði þá hvert aðildarríki. „Einn loginn var víst fjarlægður fljótlega eftir að verkið var sett upp árið 2002. Það var skemmdarverk og hugsanlega unnið af herstöðvarandstæðingi, þó ég viti ekki hvað fær fólk til að skemma listaverk," segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Listaverkið er í eigu borgarinnar en í umsjón Listasafnsins. Hér sést greinilega að logi hefur verið fjarlægðurMynd Vilhelm Vegfarendur tóku nýverið eftir því að öðrum loga virðist hafa verið stolið af verkinu en það hefur ítrekað orðið fyrir skemmdum í gegn um tíðina. Tvisvar hefur verið skvett á það rauðri málningu, nú síðast í fyrravor. Forvörður Listasafns Reykjavíkur hreinsaði þá verkið ásamt öðrum starfsmanni og var hreinsunin nánast dagsverk fyrir þá báða. Kostnaður vegna hreinsunarinnar féll á Listasafnið. „Það er leitt að fólk ráðist á listaverk til að mótmæla pólitískum ákvörðunum. Hulda Hákon er einn af okkar bestu listamönnum og hún á ekki þessa óvirðingu skilið. Þó svo að utanríkisráðuneytið hafi greitt fyrir gerð verksins í tengslum við samstarfsfund NATO hér á landi þá hefur verkið sjálfstætt líf sem listaverk," segir Hafþór. Á sínum tíma var verkið afhjúpað við mikla viðhöfn af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra.Halldór Ásgrímsson afhjúpaði verkið 14. maí 2002Mynd Nató„Hugmyndin að verkinu er gagnkvæmur skilningur milli þjóða, sem ég held að allir ættu að geta skrifað undir burtséð hvaða skoðanir þeir hafa á einstökum millilandasamningum - verkið er miklu almennara en svo," segir Hafþór. Aðspurður um ástæður þess að ekki var settur nýr logi á verkið í stað þess sem stolið var árið 2002 segir Hafþór að hann hafi ekki unnið á safninu á þeim tíma, en telur tæknilegar ástæður liggja að baki þess að verkið var ekki lagað. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir „20 logar" en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi. Hver logi táknaði þá hvert aðildarríki. „Einn loginn var víst fjarlægður fljótlega eftir að verkið var sett upp árið 2002. Það var skemmdarverk og hugsanlega unnið af herstöðvarandstæðingi, þó ég viti ekki hvað fær fólk til að skemma listaverk," segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Listaverkið er í eigu borgarinnar en í umsjón Listasafnsins. Hér sést greinilega að logi hefur verið fjarlægðurMynd Vilhelm Vegfarendur tóku nýverið eftir því að öðrum loga virðist hafa verið stolið af verkinu en það hefur ítrekað orðið fyrir skemmdum í gegn um tíðina. Tvisvar hefur verið skvett á það rauðri málningu, nú síðast í fyrravor. Forvörður Listasafns Reykjavíkur hreinsaði þá verkið ásamt öðrum starfsmanni og var hreinsunin nánast dagsverk fyrir þá báða. Kostnaður vegna hreinsunarinnar féll á Listasafnið. „Það er leitt að fólk ráðist á listaverk til að mótmæla pólitískum ákvörðunum. Hulda Hákon er einn af okkar bestu listamönnum og hún á ekki þessa óvirðingu skilið. Þó svo að utanríkisráðuneytið hafi greitt fyrir gerð verksins í tengslum við samstarfsfund NATO hér á landi þá hefur verkið sjálfstætt líf sem listaverk," segir Hafþór. Á sínum tíma var verkið afhjúpað við mikla viðhöfn af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra.Halldór Ásgrímsson afhjúpaði verkið 14. maí 2002Mynd Nató„Hugmyndin að verkinu er gagnkvæmur skilningur milli þjóða, sem ég held að allir ættu að geta skrifað undir burtséð hvaða skoðanir þeir hafa á einstökum millilandasamningum - verkið er miklu almennara en svo," segir Hafþór. Aðspurður um ástæður þess að ekki var settur nýr logi á verkið í stað þess sem stolið var árið 2002 segir Hafþór að hann hafi ekki unnið á safninu á þeim tíma, en telur tæknilegar ástæður liggja að baki þess að verkið var ekki lagað.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira