Natóeldurinn kulnar: Óvirðing við listakonuna Erla Hlynsdóttir skrifar 10. febrúar 2011 08:48 Ítrekað hafa verið unnin skemmdarverk á verkinu 20 logar við Hagatorg Mynd: Vilhelm Gunnarsson Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir „20 logar" en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi. Hver logi táknaði þá hvert aðildarríki. „Einn loginn var víst fjarlægður fljótlega eftir að verkið var sett upp árið 2002. Það var skemmdarverk og hugsanlega unnið af herstöðvarandstæðingi, þó ég viti ekki hvað fær fólk til að skemma listaverk," segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Listaverkið er í eigu borgarinnar en í umsjón Listasafnsins. Hér sést greinilega að logi hefur verið fjarlægðurMynd Vilhelm Vegfarendur tóku nýverið eftir því að öðrum loga virðist hafa verið stolið af verkinu en það hefur ítrekað orðið fyrir skemmdum í gegn um tíðina. Tvisvar hefur verið skvett á það rauðri málningu, nú síðast í fyrravor. Forvörður Listasafns Reykjavíkur hreinsaði þá verkið ásamt öðrum starfsmanni og var hreinsunin nánast dagsverk fyrir þá báða. Kostnaður vegna hreinsunarinnar féll á Listasafnið. „Það er leitt að fólk ráðist á listaverk til að mótmæla pólitískum ákvörðunum. Hulda Hákon er einn af okkar bestu listamönnum og hún á ekki þessa óvirðingu skilið. Þó svo að utanríkisráðuneytið hafi greitt fyrir gerð verksins í tengslum við samstarfsfund NATO hér á landi þá hefur verkið sjálfstætt líf sem listaverk," segir Hafþór. Á sínum tíma var verkið afhjúpað við mikla viðhöfn af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra.Halldór Ásgrímsson afhjúpaði verkið 14. maí 2002Mynd Nató„Hugmyndin að verkinu er gagnkvæmur skilningur milli þjóða, sem ég held að allir ættu að geta skrifað undir burtséð hvaða skoðanir þeir hafa á einstökum millilandasamningum - verkið er miklu almennara en svo," segir Hafþór. Aðspurður um ástæður þess að ekki var settur nýr logi á verkið í stað þess sem stolið var árið 2002 segir Hafþór að hann hafi ekki unnið á safninu á þeim tíma, en telur tæknilegar ástæður liggja að baki þess að verkið var ekki lagað. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir „20 logar" en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi. Hver logi táknaði þá hvert aðildarríki. „Einn loginn var víst fjarlægður fljótlega eftir að verkið var sett upp árið 2002. Það var skemmdarverk og hugsanlega unnið af herstöðvarandstæðingi, þó ég viti ekki hvað fær fólk til að skemma listaverk," segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Listaverkið er í eigu borgarinnar en í umsjón Listasafnsins. Hér sést greinilega að logi hefur verið fjarlægðurMynd Vilhelm Vegfarendur tóku nýverið eftir því að öðrum loga virðist hafa verið stolið af verkinu en það hefur ítrekað orðið fyrir skemmdum í gegn um tíðina. Tvisvar hefur verið skvett á það rauðri málningu, nú síðast í fyrravor. Forvörður Listasafns Reykjavíkur hreinsaði þá verkið ásamt öðrum starfsmanni og var hreinsunin nánast dagsverk fyrir þá báða. Kostnaður vegna hreinsunarinnar féll á Listasafnið. „Það er leitt að fólk ráðist á listaverk til að mótmæla pólitískum ákvörðunum. Hulda Hákon er einn af okkar bestu listamönnum og hún á ekki þessa óvirðingu skilið. Þó svo að utanríkisráðuneytið hafi greitt fyrir gerð verksins í tengslum við samstarfsfund NATO hér á landi þá hefur verkið sjálfstætt líf sem listaverk," segir Hafþór. Á sínum tíma var verkið afhjúpað við mikla viðhöfn af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra.Halldór Ásgrímsson afhjúpaði verkið 14. maí 2002Mynd Nató„Hugmyndin að verkinu er gagnkvæmur skilningur milli þjóða, sem ég held að allir ættu að geta skrifað undir burtséð hvaða skoðanir þeir hafa á einstökum millilandasamningum - verkið er miklu almennara en svo," segir Hafþór. Aðspurður um ástæður þess að ekki var settur nýr logi á verkið í stað þess sem stolið var árið 2002 segir Hafþór að hann hafi ekki unnið á safninu á þeim tíma, en telur tæknilegar ástæður liggja að baki þess að verkið var ekki lagað.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira