Natóeldurinn kulnar: Óvirðing við listakonuna Erla Hlynsdóttir skrifar 10. febrúar 2011 08:48 Ítrekað hafa verið unnin skemmdarverk á verkinu 20 logar við Hagatorg Mynd: Vilhelm Gunnarsson Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir „20 logar" en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi. Hver logi táknaði þá hvert aðildarríki. „Einn loginn var víst fjarlægður fljótlega eftir að verkið var sett upp árið 2002. Það var skemmdarverk og hugsanlega unnið af herstöðvarandstæðingi, þó ég viti ekki hvað fær fólk til að skemma listaverk," segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Listaverkið er í eigu borgarinnar en í umsjón Listasafnsins. Hér sést greinilega að logi hefur verið fjarlægðurMynd Vilhelm Vegfarendur tóku nýverið eftir því að öðrum loga virðist hafa verið stolið af verkinu en það hefur ítrekað orðið fyrir skemmdum í gegn um tíðina. Tvisvar hefur verið skvett á það rauðri málningu, nú síðast í fyrravor. Forvörður Listasafns Reykjavíkur hreinsaði þá verkið ásamt öðrum starfsmanni og var hreinsunin nánast dagsverk fyrir þá báða. Kostnaður vegna hreinsunarinnar féll á Listasafnið. „Það er leitt að fólk ráðist á listaverk til að mótmæla pólitískum ákvörðunum. Hulda Hákon er einn af okkar bestu listamönnum og hún á ekki þessa óvirðingu skilið. Þó svo að utanríkisráðuneytið hafi greitt fyrir gerð verksins í tengslum við samstarfsfund NATO hér á landi þá hefur verkið sjálfstætt líf sem listaverk," segir Hafþór. Á sínum tíma var verkið afhjúpað við mikla viðhöfn af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra.Halldór Ásgrímsson afhjúpaði verkið 14. maí 2002Mynd Nató„Hugmyndin að verkinu er gagnkvæmur skilningur milli þjóða, sem ég held að allir ættu að geta skrifað undir burtséð hvaða skoðanir þeir hafa á einstökum millilandasamningum - verkið er miklu almennara en svo," segir Hafþór. Aðspurður um ástæður þess að ekki var settur nýr logi á verkið í stað þess sem stolið var árið 2002 segir Hafþór að hann hafi ekki unnið á safninu á þeim tíma, en telur tæknilegar ástæður liggja að baki þess að verkið var ekki lagað. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir „20 logar" en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi. Hver logi táknaði þá hvert aðildarríki. „Einn loginn var víst fjarlægður fljótlega eftir að verkið var sett upp árið 2002. Það var skemmdarverk og hugsanlega unnið af herstöðvarandstæðingi, þó ég viti ekki hvað fær fólk til að skemma listaverk," segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Listaverkið er í eigu borgarinnar en í umsjón Listasafnsins. Hér sést greinilega að logi hefur verið fjarlægðurMynd Vilhelm Vegfarendur tóku nýverið eftir því að öðrum loga virðist hafa verið stolið af verkinu en það hefur ítrekað orðið fyrir skemmdum í gegn um tíðina. Tvisvar hefur verið skvett á það rauðri málningu, nú síðast í fyrravor. Forvörður Listasafns Reykjavíkur hreinsaði þá verkið ásamt öðrum starfsmanni og var hreinsunin nánast dagsverk fyrir þá báða. Kostnaður vegna hreinsunarinnar féll á Listasafnið. „Það er leitt að fólk ráðist á listaverk til að mótmæla pólitískum ákvörðunum. Hulda Hákon er einn af okkar bestu listamönnum og hún á ekki þessa óvirðingu skilið. Þó svo að utanríkisráðuneytið hafi greitt fyrir gerð verksins í tengslum við samstarfsfund NATO hér á landi þá hefur verkið sjálfstætt líf sem listaverk," segir Hafþór. Á sínum tíma var verkið afhjúpað við mikla viðhöfn af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra.Halldór Ásgrímsson afhjúpaði verkið 14. maí 2002Mynd Nató„Hugmyndin að verkinu er gagnkvæmur skilningur milli þjóða, sem ég held að allir ættu að geta skrifað undir burtséð hvaða skoðanir þeir hafa á einstökum millilandasamningum - verkið er miklu almennara en svo," segir Hafþór. Aðspurður um ástæður þess að ekki var settur nýr logi á verkið í stað þess sem stolið var árið 2002 segir Hafþór að hann hafi ekki unnið á safninu á þeim tíma, en telur tæknilegar ástæður liggja að baki þess að verkið var ekki lagað.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira