Langafi Elvisar skilur ekkert í nafngiftinni 10. febrúar 2011 07:00 elvis mættur á svæðið Theodór Elvis kampakátur ásamt foreldrum sínum, Ólafi og Olgu.fréttablaðið/gva „Íslendingum er að fjölga og nafngiftum fjölgar líka,“ segir Ólafur Daði Helgason, faðir Theodórs Elvisar sem fæddist í desember á síðasta ári. Mannanafnanefnd samþykkti nýlega seinna nafn Theodórs eftir talsvert mas og þras að sögn föðurins. Theodór Elvis var skírður 29. janúar og Ólafur Daði segir viðbrögð fjölskyldunnar við nafninu hafa verið góð. „Við héldum þessu leyndu. Viðbrögðin í kirkjunni voru ekki einu sinni blendin. Það fannst þetta öllum flott,“ segir hann. „Það var reyndar einn í fjölskyldunni sem var ekki alveg að skilja þetta. Það var afi minn, dr. Ólafur Halldórsson íslenskufræðingur. Hann er 93 ára og finnst að fólk eigi að heita einu nafni.“ Viðbrögðin í netheimum hafa verið blendin, en fréttir af nafninu bárust á mánudag. Ólafur segir notendur hins alræmda Barnalands hafa farið yfir strikið þegar þeir töldu drenginn gjalda fyrir aðdáun foreldranna á Elvis Presley. „Það er auðvitað sniðugt fólk á Barnalandi sem finnst þetta alveg út í hött,“ segir hann. „Hver einasta heilbrigða manneskja sér að þetta er ekki út í hött. Þetta er fallegt nafn. Við erum engin Elvis-frík. Það er ekki Elvis-altari hérna fyrir aftan. Ég er með mynd af Mick Jagger uppi á vegg, ekki Elvis. Þetta snýst ekki um það.“ Ólafur segist eiga plötur kóngsins og kannski einn eða tvo boli en ítrekar að nafnið sjálft sé málið. „Þetta er töff nafn og kannski aðeins til að heiðra rokkið og rólið í leiðinni,“ segir hann. Þrátt fyrir að Ólafur og Olga Möller, unnusta hans, hafi unnið brautryðjendastarf með nafngiftinni vonar hann að verðandi foreldrar ofnoti nafnið ekki. „Það finnst engum klisjur fyndnar eða skemmtilegar,“ segir hann. „Vonandi verður það í hófi til að virða vinnu okkar til að fá nafnið í gegn.“ - afb Tengdar fréttir Pabbi Elvisar er meiri Stones aðdáandi Elvis lifir og býr í Hafnarfirði. Fréttastofa heimsótti frumburð ungra hjóna sem var skírður í höfuðið á sjálfum konungi rokksins. 9. febrúar 2011 19:07 Fyrsti Elvis Íslands skírður í lok janúar Mannanafnanefnd samþykkti eiginnafnið Elvis í gær eins og kunnugt er. Fyrsti einstaklingur sem heitir Elvis var skírður 29. janúar síðastliðinn, en það er Theodór Elvis Ólafsson sem ber nafnið með rentu. Foreldar Theodórs Elvisar, eru þau Ólafur D. Helgason og Olga Möller. 9. febrúar 2011 09:28 Nafnið Elvis samþykkt af Mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Elvis samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar, sem var birtur á vef réttarheimildar, 21. janúar síðastliðinn. Þar var nöfnunum Grimmi, Annarr, Nikolaison og Kjárr hafnað. 8. febrúar 2011 16:30 „Gaman að heyra að Elvis sé orðinn íslenskur“ „Hvað ertu að segja, ég verð að skoða þetta eitthvað betur,“ segir Jósef Ólason, stofnandi aðdáendaklúbbs Elvis Presley á Íslandi. Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt nafnið Elvis, en úrskurður þess efnis var birtur á vef réttarheimildar 21. janúar síðastliðinn. 8. febrúar 2011 21:00 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
„Íslendingum er að fjölga og nafngiftum fjölgar líka,“ segir Ólafur Daði Helgason, faðir Theodórs Elvisar sem fæddist í desember á síðasta ári. Mannanafnanefnd samþykkti nýlega seinna nafn Theodórs eftir talsvert mas og þras að sögn föðurins. Theodór Elvis var skírður 29. janúar og Ólafur Daði segir viðbrögð fjölskyldunnar við nafninu hafa verið góð. „Við héldum þessu leyndu. Viðbrögðin í kirkjunni voru ekki einu sinni blendin. Það fannst þetta öllum flott,“ segir hann. „Það var reyndar einn í fjölskyldunni sem var ekki alveg að skilja þetta. Það var afi minn, dr. Ólafur Halldórsson íslenskufræðingur. Hann er 93 ára og finnst að fólk eigi að heita einu nafni.“ Viðbrögðin í netheimum hafa verið blendin, en fréttir af nafninu bárust á mánudag. Ólafur segir notendur hins alræmda Barnalands hafa farið yfir strikið þegar þeir töldu drenginn gjalda fyrir aðdáun foreldranna á Elvis Presley. „Það er auðvitað sniðugt fólk á Barnalandi sem finnst þetta alveg út í hött,“ segir hann. „Hver einasta heilbrigða manneskja sér að þetta er ekki út í hött. Þetta er fallegt nafn. Við erum engin Elvis-frík. Það er ekki Elvis-altari hérna fyrir aftan. Ég er með mynd af Mick Jagger uppi á vegg, ekki Elvis. Þetta snýst ekki um það.“ Ólafur segist eiga plötur kóngsins og kannski einn eða tvo boli en ítrekar að nafnið sjálft sé málið. „Þetta er töff nafn og kannski aðeins til að heiðra rokkið og rólið í leiðinni,“ segir hann. Þrátt fyrir að Ólafur og Olga Möller, unnusta hans, hafi unnið brautryðjendastarf með nafngiftinni vonar hann að verðandi foreldrar ofnoti nafnið ekki. „Það finnst engum klisjur fyndnar eða skemmtilegar,“ segir hann. „Vonandi verður það í hófi til að virða vinnu okkar til að fá nafnið í gegn.“ - afb
Tengdar fréttir Pabbi Elvisar er meiri Stones aðdáandi Elvis lifir og býr í Hafnarfirði. Fréttastofa heimsótti frumburð ungra hjóna sem var skírður í höfuðið á sjálfum konungi rokksins. 9. febrúar 2011 19:07 Fyrsti Elvis Íslands skírður í lok janúar Mannanafnanefnd samþykkti eiginnafnið Elvis í gær eins og kunnugt er. Fyrsti einstaklingur sem heitir Elvis var skírður 29. janúar síðastliðinn, en það er Theodór Elvis Ólafsson sem ber nafnið með rentu. Foreldar Theodórs Elvisar, eru þau Ólafur D. Helgason og Olga Möller. 9. febrúar 2011 09:28 Nafnið Elvis samþykkt af Mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Elvis samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar, sem var birtur á vef réttarheimildar, 21. janúar síðastliðinn. Þar var nöfnunum Grimmi, Annarr, Nikolaison og Kjárr hafnað. 8. febrúar 2011 16:30 „Gaman að heyra að Elvis sé orðinn íslenskur“ „Hvað ertu að segja, ég verð að skoða þetta eitthvað betur,“ segir Jósef Ólason, stofnandi aðdáendaklúbbs Elvis Presley á Íslandi. Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt nafnið Elvis, en úrskurður þess efnis var birtur á vef réttarheimildar 21. janúar síðastliðinn. 8. febrúar 2011 21:00 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Pabbi Elvisar er meiri Stones aðdáandi Elvis lifir og býr í Hafnarfirði. Fréttastofa heimsótti frumburð ungra hjóna sem var skírður í höfuðið á sjálfum konungi rokksins. 9. febrúar 2011 19:07
Fyrsti Elvis Íslands skírður í lok janúar Mannanafnanefnd samþykkti eiginnafnið Elvis í gær eins og kunnugt er. Fyrsti einstaklingur sem heitir Elvis var skírður 29. janúar síðastliðinn, en það er Theodór Elvis Ólafsson sem ber nafnið með rentu. Foreldar Theodórs Elvisar, eru þau Ólafur D. Helgason og Olga Möller. 9. febrúar 2011 09:28
Nafnið Elvis samþykkt af Mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Elvis samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar, sem var birtur á vef réttarheimildar, 21. janúar síðastliðinn. Þar var nöfnunum Grimmi, Annarr, Nikolaison og Kjárr hafnað. 8. febrúar 2011 16:30
„Gaman að heyra að Elvis sé orðinn íslenskur“ „Hvað ertu að segja, ég verð að skoða þetta eitthvað betur,“ segir Jósef Ólason, stofnandi aðdáendaklúbbs Elvis Presley á Íslandi. Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt nafnið Elvis, en úrskurður þess efnis var birtur á vef réttarheimildar 21. janúar síðastliðinn. 8. febrúar 2011 21:00