Langafi Elvisar skilur ekkert í nafngiftinni 10. febrúar 2011 07:00 elvis mættur á svæðið Theodór Elvis kampakátur ásamt foreldrum sínum, Ólafi og Olgu.fréttablaðið/gva „Íslendingum er að fjölga og nafngiftum fjölgar líka,“ segir Ólafur Daði Helgason, faðir Theodórs Elvisar sem fæddist í desember á síðasta ári. Mannanafnanefnd samþykkti nýlega seinna nafn Theodórs eftir talsvert mas og þras að sögn föðurins. Theodór Elvis var skírður 29. janúar og Ólafur Daði segir viðbrögð fjölskyldunnar við nafninu hafa verið góð. „Við héldum þessu leyndu. Viðbrögðin í kirkjunni voru ekki einu sinni blendin. Það fannst þetta öllum flott,“ segir hann. „Það var reyndar einn í fjölskyldunni sem var ekki alveg að skilja þetta. Það var afi minn, dr. Ólafur Halldórsson íslenskufræðingur. Hann er 93 ára og finnst að fólk eigi að heita einu nafni.“ Viðbrögðin í netheimum hafa verið blendin, en fréttir af nafninu bárust á mánudag. Ólafur segir notendur hins alræmda Barnalands hafa farið yfir strikið þegar þeir töldu drenginn gjalda fyrir aðdáun foreldranna á Elvis Presley. „Það er auðvitað sniðugt fólk á Barnalandi sem finnst þetta alveg út í hött,“ segir hann. „Hver einasta heilbrigða manneskja sér að þetta er ekki út í hött. Þetta er fallegt nafn. Við erum engin Elvis-frík. Það er ekki Elvis-altari hérna fyrir aftan. Ég er með mynd af Mick Jagger uppi á vegg, ekki Elvis. Þetta snýst ekki um það.“ Ólafur segist eiga plötur kóngsins og kannski einn eða tvo boli en ítrekar að nafnið sjálft sé málið. „Þetta er töff nafn og kannski aðeins til að heiðra rokkið og rólið í leiðinni,“ segir hann. Þrátt fyrir að Ólafur og Olga Möller, unnusta hans, hafi unnið brautryðjendastarf með nafngiftinni vonar hann að verðandi foreldrar ofnoti nafnið ekki. „Það finnst engum klisjur fyndnar eða skemmtilegar,“ segir hann. „Vonandi verður það í hófi til að virða vinnu okkar til að fá nafnið í gegn.“ - afb Tengdar fréttir Pabbi Elvisar er meiri Stones aðdáandi Elvis lifir og býr í Hafnarfirði. Fréttastofa heimsótti frumburð ungra hjóna sem var skírður í höfuðið á sjálfum konungi rokksins. 9. febrúar 2011 19:07 Fyrsti Elvis Íslands skírður í lok janúar Mannanafnanefnd samþykkti eiginnafnið Elvis í gær eins og kunnugt er. Fyrsti einstaklingur sem heitir Elvis var skírður 29. janúar síðastliðinn, en það er Theodór Elvis Ólafsson sem ber nafnið með rentu. Foreldar Theodórs Elvisar, eru þau Ólafur D. Helgason og Olga Möller. 9. febrúar 2011 09:28 Nafnið Elvis samþykkt af Mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Elvis samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar, sem var birtur á vef réttarheimildar, 21. janúar síðastliðinn. Þar var nöfnunum Grimmi, Annarr, Nikolaison og Kjárr hafnað. 8. febrúar 2011 16:30 „Gaman að heyra að Elvis sé orðinn íslenskur“ „Hvað ertu að segja, ég verð að skoða þetta eitthvað betur,“ segir Jósef Ólason, stofnandi aðdáendaklúbbs Elvis Presley á Íslandi. Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt nafnið Elvis, en úrskurður þess efnis var birtur á vef réttarheimildar 21. janúar síðastliðinn. 8. febrúar 2011 21:00 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
„Íslendingum er að fjölga og nafngiftum fjölgar líka,“ segir Ólafur Daði Helgason, faðir Theodórs Elvisar sem fæddist í desember á síðasta ári. Mannanafnanefnd samþykkti nýlega seinna nafn Theodórs eftir talsvert mas og þras að sögn föðurins. Theodór Elvis var skírður 29. janúar og Ólafur Daði segir viðbrögð fjölskyldunnar við nafninu hafa verið góð. „Við héldum þessu leyndu. Viðbrögðin í kirkjunni voru ekki einu sinni blendin. Það fannst þetta öllum flott,“ segir hann. „Það var reyndar einn í fjölskyldunni sem var ekki alveg að skilja þetta. Það var afi minn, dr. Ólafur Halldórsson íslenskufræðingur. Hann er 93 ára og finnst að fólk eigi að heita einu nafni.“ Viðbrögðin í netheimum hafa verið blendin, en fréttir af nafninu bárust á mánudag. Ólafur segir notendur hins alræmda Barnalands hafa farið yfir strikið þegar þeir töldu drenginn gjalda fyrir aðdáun foreldranna á Elvis Presley. „Það er auðvitað sniðugt fólk á Barnalandi sem finnst þetta alveg út í hött,“ segir hann. „Hver einasta heilbrigða manneskja sér að þetta er ekki út í hött. Þetta er fallegt nafn. Við erum engin Elvis-frík. Það er ekki Elvis-altari hérna fyrir aftan. Ég er með mynd af Mick Jagger uppi á vegg, ekki Elvis. Þetta snýst ekki um það.“ Ólafur segist eiga plötur kóngsins og kannski einn eða tvo boli en ítrekar að nafnið sjálft sé málið. „Þetta er töff nafn og kannski aðeins til að heiðra rokkið og rólið í leiðinni,“ segir hann. Þrátt fyrir að Ólafur og Olga Möller, unnusta hans, hafi unnið brautryðjendastarf með nafngiftinni vonar hann að verðandi foreldrar ofnoti nafnið ekki. „Það finnst engum klisjur fyndnar eða skemmtilegar,“ segir hann. „Vonandi verður það í hófi til að virða vinnu okkar til að fá nafnið í gegn.“ - afb
Tengdar fréttir Pabbi Elvisar er meiri Stones aðdáandi Elvis lifir og býr í Hafnarfirði. Fréttastofa heimsótti frumburð ungra hjóna sem var skírður í höfuðið á sjálfum konungi rokksins. 9. febrúar 2011 19:07 Fyrsti Elvis Íslands skírður í lok janúar Mannanafnanefnd samþykkti eiginnafnið Elvis í gær eins og kunnugt er. Fyrsti einstaklingur sem heitir Elvis var skírður 29. janúar síðastliðinn, en það er Theodór Elvis Ólafsson sem ber nafnið með rentu. Foreldar Theodórs Elvisar, eru þau Ólafur D. Helgason og Olga Möller. 9. febrúar 2011 09:28 Nafnið Elvis samþykkt af Mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Elvis samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar, sem var birtur á vef réttarheimildar, 21. janúar síðastliðinn. Þar var nöfnunum Grimmi, Annarr, Nikolaison og Kjárr hafnað. 8. febrúar 2011 16:30 „Gaman að heyra að Elvis sé orðinn íslenskur“ „Hvað ertu að segja, ég verð að skoða þetta eitthvað betur,“ segir Jósef Ólason, stofnandi aðdáendaklúbbs Elvis Presley á Íslandi. Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt nafnið Elvis, en úrskurður þess efnis var birtur á vef réttarheimildar 21. janúar síðastliðinn. 8. febrúar 2011 21:00 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Pabbi Elvisar er meiri Stones aðdáandi Elvis lifir og býr í Hafnarfirði. Fréttastofa heimsótti frumburð ungra hjóna sem var skírður í höfuðið á sjálfum konungi rokksins. 9. febrúar 2011 19:07
Fyrsti Elvis Íslands skírður í lok janúar Mannanafnanefnd samþykkti eiginnafnið Elvis í gær eins og kunnugt er. Fyrsti einstaklingur sem heitir Elvis var skírður 29. janúar síðastliðinn, en það er Theodór Elvis Ólafsson sem ber nafnið með rentu. Foreldar Theodórs Elvisar, eru þau Ólafur D. Helgason og Olga Möller. 9. febrúar 2011 09:28
Nafnið Elvis samþykkt af Mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Elvis samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar, sem var birtur á vef réttarheimildar, 21. janúar síðastliðinn. Þar var nöfnunum Grimmi, Annarr, Nikolaison og Kjárr hafnað. 8. febrúar 2011 16:30
„Gaman að heyra að Elvis sé orðinn íslenskur“ „Hvað ertu að segja, ég verð að skoða þetta eitthvað betur,“ segir Jósef Ólason, stofnandi aðdáendaklúbbs Elvis Presley á Íslandi. Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt nafnið Elvis, en úrskurður þess efnis var birtur á vef réttarheimildar 21. janúar síðastliðinn. 8. febrúar 2011 21:00