Innlent

Nafnið Elvis samþykkt af Mannanafnanefnd

Valur Grettisson skrifar
Viltu heita Elvis Aron? Það má.
Viltu heita Elvis Aron? Það má.

Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Elvis samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar, sem var birtur á vef réttarheimildar, 21. janúar síðastliðinn. Þar var nöfnunum Grimmi, Annarr, Nikolaison og Kjárr hafnað.

Aftur á móti voru nöfnin Alida, Þórbjörn og Mundína samþykkt auk Elvis.

Sennilega er frægasti einstaklingurinn sem heitir Elvis, rokkgoðsögnin bandaríska Elvis Aron Presley. Þess má geta að Aron er einnig löggilt íslenskt karlmannsnafn, Presley hinsvegar ekki.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×