Enski boltinn

Tevez: Mér er alveg sama þótt þeir púi á mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez mætti með börnin sín á völlinn á dögunum.
Carlos Tevez mætti með börnin sín á völlinn á dögunum. Mynd/AFP
Carlos Tevez verður í sviðsljósinu þegar Manchester-liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en hann var ekki vinsælasti maðurinn á Old Trafford eftir að hann samdi við erkifjendurna í City.

„Mér er alveg sama þótt að þeir púi á mig," sagði Carlos Tevez í viðtalið við Daily Mirror. „Þetta pirrar mig ekkert og ég kvíði ekkert fyrir þessum leik," sagði Argentínumaðurinn sem hefur skorað 18 mörk í 23 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

„Það var mikið púað á mig í þessum leikjum á síðasta tímabili en ég skil þetta alveg. Stuðningsmennirnir vilja verja sitt félag og ég spila með öðru liði í dag. Stuðningsmenn United geta þó aldrei sagt það að ég hafi ekki lagt mig fram fyrir félagið," sagði Tevez sem skoraði 19 mörk í 63 deildarleikjum fyrir United en hefur skorað 41 mark í 58 deildarleikjum með Manchester City.

„Það eru örugglega einhverjir stuðningsmenn United fúlir út í mig ennþá en ég er atvinnumaður og það er bara hluti af vinnunni að heyra smá baul. Það hefur bara engin áhrif á mig," sagði Tevez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×