Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar 10. febrúar 2011 16:48 Mynd/Valli Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun, er ógilt. Hún áfrýjaði málinu í október á síðasta ári eftir að hún tapaði í héraði. Þá sagði hún ástæðuna vera þá að hún vildi skýrari leiðsögn um það hver megi koma að kostnaði við skipulagsgerð. Forsaga málsins er sú að Flóahreppur og Landsvirkjun gerðu árið 2007 með sér samkomulag sem fól meðal annars í sér að Landsvirkjun skyldi kosta skipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar virkjunar við Urriðafoss. Eftir nokkurt þóf, þar sem samningnum var meðal annars breytt eftir kærumál, barst skipulagstillagan umhverfisráðuneytinu í mars 2009, en í janúar á síðasta ári neitaði ráðherra að staðfesta skipulagið því hún efaðist um lögmæti aðkomu Landsvirkjunar. Flóahreppur kærði synjunina og héraðsdómur ógilti hana á þeim grundvelli að lög bönnuðu ekki að framkvæmdaraðili greiddi fyrir kostnað vegna skipulagsvinnu. Svandís sagði dóminn ekki hafa verið nógu skýr og því hafi hún áfrýjað í þegar Fréttablaðið ræddi við hana á síðasta ári. „Þetta er skilið eftir opið, en ekki bara hvað varðar þessa löggjöf." Tryggja þurfi að rekstrargrunnur sveitarfélaga komi úr almennum sjóðum svo almannahagsmunum sé ekki ógnað með þrýstingi frá kostendum. Athygli vekur að í nýjum skipulagslögum, sem tóku gildi í upphafi þessa árs, segir að ef þörf sé á sveitarstjórn megi innheimta gjald fyrir skipulagsvinnu sem nauðsynleg er vegna framkvæmda. Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun, er ógilt. Hún áfrýjaði málinu í október á síðasta ári eftir að hún tapaði í héraði. Þá sagði hún ástæðuna vera þá að hún vildi skýrari leiðsögn um það hver megi koma að kostnaði við skipulagsgerð. Forsaga málsins er sú að Flóahreppur og Landsvirkjun gerðu árið 2007 með sér samkomulag sem fól meðal annars í sér að Landsvirkjun skyldi kosta skipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar virkjunar við Urriðafoss. Eftir nokkurt þóf, þar sem samningnum var meðal annars breytt eftir kærumál, barst skipulagstillagan umhverfisráðuneytinu í mars 2009, en í janúar á síðasta ári neitaði ráðherra að staðfesta skipulagið því hún efaðist um lögmæti aðkomu Landsvirkjunar. Flóahreppur kærði synjunina og héraðsdómur ógilti hana á þeim grundvelli að lög bönnuðu ekki að framkvæmdaraðili greiddi fyrir kostnað vegna skipulagsvinnu. Svandís sagði dóminn ekki hafa verið nógu skýr og því hafi hún áfrýjað í þegar Fréttablaðið ræddi við hana á síðasta ári. „Þetta er skilið eftir opið, en ekki bara hvað varðar þessa löggjöf." Tryggja þurfi að rekstrargrunnur sveitarfélaga komi úr almennum sjóðum svo almannahagsmunum sé ekki ógnað með þrýstingi frá kostendum. Athygli vekur að í nýjum skipulagslögum, sem tóku gildi í upphafi þessa árs, segir að ef þörf sé á sveitarstjórn megi innheimta gjald fyrir skipulagsvinnu sem nauðsynleg er vegna framkvæmda.
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira