Enski boltinn

Mancini og Tevez ræða málin eftir tímabilið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur ákveðið að geyma allar viðræður um framtíð Carlos Tevez fram yfir tímabilið. Tevez bað um sölu í desember en hætti síðan við. Engu að síður telja margir að hann vilji fara frá félaginu.

"Við þurfum að fara yfir hlutina og við munum gera það á réttum tíma. Núna gengur fyrir að koma Carlos í form og láta hann spila. Við setjumst svo niður eftir tímabilið," sagði Mancini.

Tevez er sterklega orðaður við ítalska boltann og þar hafa verið nefnd lið eins og Inter og Juventus. Einnig er áhugi frá Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×