Enski boltinn

Tevez: Okkur vantar stöðugleika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez er ekki sáttur.
Tevez er ekki sáttur.

Carlos Tevez, leikmaður Man. City, er allt annað en ánægður með síðustu tvo leiki liðsins og óttast að þeir hafi eyðilagt tímabilið fyrir liðinu.

Tevez segir það vera afar pirrandi hversu lítill stöðugleiki sé í liðinu og það sé eitthvað sem verði að laga.

"Ég er ekki ánægður með síðustu leiki enda jafntefli og tap. Ef við ætlum að verða meistarar er ekki hægt að klúðra leikjum gegn Aston Villa og Birmingham," sagði Tevez pirraður en City er átta stigum á eftir toppliði Man. Utd.

"Ég hef reynsluna frá því að spila með Man. Utd og get sagt að þessir leikir skipta öllu ef lið ætlar að verða meistari."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×