Fótbolti

Matthäus rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í Búlgaríu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matthäus og Mikhailov, forseti búlgarska sambandsins, eftir ráðningu þess fyrrnefnda í fyrra.
Matthäus og Mikhailov, forseti búlgarska sambandsins, eftir ráðningu þess fyrrnefnda í fyrra. Nordic Photos / Getty Images
Þjóðverjinn Lothar Matthäus var í dag rekinn sem landsliðsþjálfari Búlgaríu í knattspyrnu þar sem liðinu mistókst að komast í úrslitakeppni EM 2012.

Hann var ráðinn fyrir núverandi undankeppni og fékk það verkefni að koma liðinu í úrslitakeppnina sem fer fram í Póllandi og Úkraínu á næsta ári.

Búlgarar eru hins vegar í fjórða sæti síns riðils, með fimm stig eftir sjö leiki. Englendingar eru efstir í riðlinum með nítján stig.

„Það voru margar ástæður fyrir þessari ákvörðun - ekki aðeins að úrslitin í síðustu leikjum hafa verið slæm. Landsliðið hefur líka verið undir mikilli pressu og umræðan um það neikvæð. Breytinga var því þörf,“ sagði Borislav Mihaylov, forseti Knattspyrnusambands Búlgaríu, við þarlenda fjölmiðla.

Matthäus var fyrsti erlendi þjálfarinn sem stýrði landsliði Búlgaríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×