Fótbolti

Uglusparkarinn þarf að vinna í dýragarði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Luis Moreno, knattspyrnumaður frá Panama, varð óvænt heimsfrægur þegar hann sparkaði lifandi, og særðri uglu, út af knattspyrnuvelli í kólumbíska boltanum.

Dýraverndunarsamtök urðu snarbrjáluð er þau sáu þetta og kröfðust þess að Moreno yrði refsað.

Það er búið að refsa Moreno. Hann fékk háa sekt og þarf þess utan að vinna í dýragarði. Þar er honum ætlað að læra að bera virðingu fyrir dýrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×