Umfjöllun: Fram vann og hleypti mikilli spennu í fallslaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 19. september 2011 18:15 Mynd/Vilhelm Fram er komið með átján stig eftir 1-0 sigur á Keflavík í lokaleik 20. umferðar í kvöld. Spennan er því orðin mikil í fallbaráttunni fyrir síðustu tvær umferðirnaren aðeins þrjú stig skilja að liðin í 7.-11. sæti. Grindavík er næst fallsvæðinu með sín 20 stig en liðið tekur einmitt á móti Fram í næstu umferð. Með sigri í þeim leik geta þeir bláklæddu lyft sér úr fallsæti fyrir lokaumferðina. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en Framarar voru lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Guðmundur Steinarsson og Einar Orri Einarsson voru báðir fjarverandi í liði Keflavíkur í dag þar sem þeir tóku út leikbann. Grétar Ólafur Hjartarson var því í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar og var ásamt Ísaki Erni Þórðarsyni í fremstu víglínu. Eftir fremur rólega byrjun tóku Framarar völdin á vellinum og hefðu með réttu átt að komast yfir. Halldór Hermann Jónsson fékk frítt skallafæri og þeir Jón Gunnar Eysteinsson og Steve Lennon frábær skotfæri inni í teig en í öll skiptin var Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, vel á verði. Keflvíkingar reyndu að breyta leikskipulagi sínu eftir því sem leið á leikinn til að skerpa á sóknarleiknum, en þó án mikils árangurs. Framarar héldu þó uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru ekki nema tæpar átta mínútur að uppskera mark. Samuel Hewson átti þá sendingu út á hægri kantinn þar sem Kristinn Ingi Halldórsson var dauðafrír og skoraði með laglegu skoti. Ómar hefði þó ef til vill átt að gera betur. Eftir það lögðu Framarar sífellt meiri áherslu á varnarleikinn og fyrir vikið komu Keflvíkingar sér betur inn í leikinn. Færin voru þó fá og þar að auki náðu Framarar nokkrum sinnum að skapa usla með skyndisóknum. En þegar skammt var til leiksloka dró til tíðinda. Varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fékk beint rautt spjald aðeins einni mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Fram - líklega fyrir að dangla í leikmann Keflavíkur. Keflvíkingar reyndu að nýta sér liðsmuninn og sóttu stíft á lokamínútunum. Adam Larsson komst næst því að jafna metin þegar hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu en þar við sat. Fram fagnaði dýrmætum sigri. Sigur Fram verður þó að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins en það er ljóst að Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í dag og söknuðu Guðmundar Steinarssonar sárlega.Fram - Keflavík 1-0 1-0 Kristinn Ingi Halldórsson (53.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-5 (6-3) Varin skot: Ögmundur 2 - Ómar 5 Hornspyrnur: 11-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira
Fram er komið með átján stig eftir 1-0 sigur á Keflavík í lokaleik 20. umferðar í kvöld. Spennan er því orðin mikil í fallbaráttunni fyrir síðustu tvær umferðirnaren aðeins þrjú stig skilja að liðin í 7.-11. sæti. Grindavík er næst fallsvæðinu með sín 20 stig en liðið tekur einmitt á móti Fram í næstu umferð. Með sigri í þeim leik geta þeir bláklæddu lyft sér úr fallsæti fyrir lokaumferðina. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en Framarar voru lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Guðmundur Steinarsson og Einar Orri Einarsson voru báðir fjarverandi í liði Keflavíkur í dag þar sem þeir tóku út leikbann. Grétar Ólafur Hjartarson var því í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar og var ásamt Ísaki Erni Þórðarsyni í fremstu víglínu. Eftir fremur rólega byrjun tóku Framarar völdin á vellinum og hefðu með réttu átt að komast yfir. Halldór Hermann Jónsson fékk frítt skallafæri og þeir Jón Gunnar Eysteinsson og Steve Lennon frábær skotfæri inni í teig en í öll skiptin var Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, vel á verði. Keflvíkingar reyndu að breyta leikskipulagi sínu eftir því sem leið á leikinn til að skerpa á sóknarleiknum, en þó án mikils árangurs. Framarar héldu þó uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru ekki nema tæpar átta mínútur að uppskera mark. Samuel Hewson átti þá sendingu út á hægri kantinn þar sem Kristinn Ingi Halldórsson var dauðafrír og skoraði með laglegu skoti. Ómar hefði þó ef til vill átt að gera betur. Eftir það lögðu Framarar sífellt meiri áherslu á varnarleikinn og fyrir vikið komu Keflvíkingar sér betur inn í leikinn. Færin voru þó fá og þar að auki náðu Framarar nokkrum sinnum að skapa usla með skyndisóknum. En þegar skammt var til leiksloka dró til tíðinda. Varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fékk beint rautt spjald aðeins einni mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Fram - líklega fyrir að dangla í leikmann Keflavíkur. Keflvíkingar reyndu að nýta sér liðsmuninn og sóttu stíft á lokamínútunum. Adam Larsson komst næst því að jafna metin þegar hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu en þar við sat. Fram fagnaði dýrmætum sigri. Sigur Fram verður þó að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins en það er ljóst að Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í dag og söknuðu Guðmundar Steinarssonar sárlega.Fram - Keflavík 1-0 1-0 Kristinn Ingi Halldórsson (53.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-5 (6-3) Varin skot: Ögmundur 2 - Ómar 5 Hornspyrnur: 11-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Sjá meira