Umfjöllun: Fram vann og hleypti mikilli spennu í fallslaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 19. september 2011 18:15 Mynd/Vilhelm Fram er komið með átján stig eftir 1-0 sigur á Keflavík í lokaleik 20. umferðar í kvöld. Spennan er því orðin mikil í fallbaráttunni fyrir síðustu tvær umferðirnaren aðeins þrjú stig skilja að liðin í 7.-11. sæti. Grindavík er næst fallsvæðinu með sín 20 stig en liðið tekur einmitt á móti Fram í næstu umferð. Með sigri í þeim leik geta þeir bláklæddu lyft sér úr fallsæti fyrir lokaumferðina. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en Framarar voru lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Guðmundur Steinarsson og Einar Orri Einarsson voru báðir fjarverandi í liði Keflavíkur í dag þar sem þeir tóku út leikbann. Grétar Ólafur Hjartarson var því í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar og var ásamt Ísaki Erni Þórðarsyni í fremstu víglínu. Eftir fremur rólega byrjun tóku Framarar völdin á vellinum og hefðu með réttu átt að komast yfir. Halldór Hermann Jónsson fékk frítt skallafæri og þeir Jón Gunnar Eysteinsson og Steve Lennon frábær skotfæri inni í teig en í öll skiptin var Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, vel á verði. Keflvíkingar reyndu að breyta leikskipulagi sínu eftir því sem leið á leikinn til að skerpa á sóknarleiknum, en þó án mikils árangurs. Framarar héldu þó uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru ekki nema tæpar átta mínútur að uppskera mark. Samuel Hewson átti þá sendingu út á hægri kantinn þar sem Kristinn Ingi Halldórsson var dauðafrír og skoraði með laglegu skoti. Ómar hefði þó ef til vill átt að gera betur. Eftir það lögðu Framarar sífellt meiri áherslu á varnarleikinn og fyrir vikið komu Keflvíkingar sér betur inn í leikinn. Færin voru þó fá og þar að auki náðu Framarar nokkrum sinnum að skapa usla með skyndisóknum. En þegar skammt var til leiksloka dró til tíðinda. Varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fékk beint rautt spjald aðeins einni mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Fram - líklega fyrir að dangla í leikmann Keflavíkur. Keflvíkingar reyndu að nýta sér liðsmuninn og sóttu stíft á lokamínútunum. Adam Larsson komst næst því að jafna metin þegar hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu en þar við sat. Fram fagnaði dýrmætum sigri. Sigur Fram verður þó að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins en það er ljóst að Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í dag og söknuðu Guðmundar Steinarssonar sárlega.Fram - Keflavík 1-0 1-0 Kristinn Ingi Halldórsson (53.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-5 (6-3) Varin skot: Ögmundur 2 - Ómar 5 Hornspyrnur: 11-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 0-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Fram er komið með átján stig eftir 1-0 sigur á Keflavík í lokaleik 20. umferðar í kvöld. Spennan er því orðin mikil í fallbaráttunni fyrir síðustu tvær umferðirnaren aðeins þrjú stig skilja að liðin í 7.-11. sæti. Grindavík er næst fallsvæðinu með sín 20 stig en liðið tekur einmitt á móti Fram í næstu umferð. Með sigri í þeim leik geta þeir bláklæddu lyft sér úr fallsæti fyrir lokaumferðina. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en Framarar voru lengst af sterkari aðilinn í leiknum. Guðmundur Steinarsson og Einar Orri Einarsson voru báðir fjarverandi í liði Keflavíkur í dag þar sem þeir tóku út leikbann. Grétar Ólafur Hjartarson var því í byrjunarliði Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar og var ásamt Ísaki Erni Þórðarsyni í fremstu víglínu. Eftir fremur rólega byrjun tóku Framarar völdin á vellinum og hefðu með réttu átt að komast yfir. Halldór Hermann Jónsson fékk frítt skallafæri og þeir Jón Gunnar Eysteinsson og Steve Lennon frábær skotfæri inni í teig en í öll skiptin var Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, vel á verði. Keflvíkingar reyndu að breyta leikskipulagi sínu eftir því sem leið á leikinn til að skerpa á sóknarleiknum, en þó án mikils árangurs. Framarar héldu þó uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru ekki nema tæpar átta mínútur að uppskera mark. Samuel Hewson átti þá sendingu út á hægri kantinn þar sem Kristinn Ingi Halldórsson var dauðafrír og skoraði með laglegu skoti. Ómar hefði þó ef til vill átt að gera betur. Eftir það lögðu Framarar sífellt meiri áherslu á varnarleikinn og fyrir vikið komu Keflvíkingar sér betur inn í leikinn. Færin voru þó fá og þar að auki náðu Framarar nokkrum sinnum að skapa usla með skyndisóknum. En þegar skammt var til leiksloka dró til tíðinda. Varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fékk beint rautt spjald aðeins einni mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Fram - líklega fyrir að dangla í leikmann Keflavíkur. Keflvíkingar reyndu að nýta sér liðsmuninn og sóttu stíft á lokamínútunum. Adam Larsson komst næst því að jafna metin þegar hann skallaði í stöng eftir hornspyrnu en þar við sat. Fram fagnaði dýrmætum sigri. Sigur Fram verður þó að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins en það er ljóst að Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í dag og söknuðu Guðmundar Steinarssonar sárlega.Fram - Keflavík 1-0 1-0 Kristinn Ingi Halldórsson (53.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-5 (6-3) Varin skot: Ögmundur 2 - Ómar 5 Hornspyrnur: 11-5 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 0-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira