Enski boltinn

Rio kærir eltihrelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og ríkur. Það hefur Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, fengið að reyna síðustu vikur og mánuði.

Hann er nefnilega með eltihrelli sem bankar upp á heima hjá honum bæði daga og nætur.

Rio hefur fengið sig fullsaddann á þessu áreiti og er búinn að kæra konuna. Sú heitir Susanne Ibru og er 38 ára gömul. Ibru hefur meðal annars ferðast rúma 600 kílómetra til þess eins að banka upp á hjá varnarmanninum. Hún gengur í sömu kirkju og móðir Rio og hefur Ibru reynt að koma skilaboðum á framfæri í gegnum mömmuna.

Ibru hefur lýst sig saklausa í málinu en Rio vill fá nálgunarbann á konuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×