Enski boltinn

Spurs fer á Ólympíuvöllinn eða ekki neitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Daniel Levy.
Daniel Levy.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hefur staðfest að félagið ætli sér ekki að flytja á nýjan völl í nágrenni White Hart Lane eins og var skoðað.

Spurs er að reyna að komast á Ólympíuleikvanginn í London, rétt eins og West Ham, og segir Levy að það sé eini möguleiki félagsins á því að flytja.

"Eins og staðan er í dag er þetta eini valmöguleikinn," sagði Levy.

Málefni Ólympíuvallarins eru viðkvæm. Skipuleggjendur leikanna vilja halda hlaupabrautinni til minningar um leikana en félögin eru eðlilega ekki spennt fyrir því og vilja gera stórtækar breytingar á vellinum fái þau völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×