Enski boltinn

Ferguson vildi ekki endurtaka mistök sín

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
David De Gea
David De Gea
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester United vildi ekki gera sömu mistök með markvörðinn David De Gea og hann gerði þegar hann hafnaði Petr Cech sökum aldurs þegar Cech lék með Rennes í Frakklandi nokkru áður en hann gekk til liðs við Chelsea.

"Ég hef engar áhyggjur af því hvað hann er gamall," sagði Ferguson um De Gea við Sunday Mirror. "Ég fylgdist með Petr Cech hjá Rennes og hafnaði honum vegna aldurs og þegar hann fór til Chelsea var ljóst að við gerðum mistök."

"Það eina sem ég hef áhyggjur af er að hann talar enga ensku. Við erum að vinna í að kenna honum að tjá sig við varnarmennina," sagði Ferguson.

"Við ákváðum að líta fram hjá því hve gamall hann er og velta öllu öðru í hans leik fyrir okkur og hann hefur margt til brunns að bera. Hann er hávaxinn en grannur og það er eitthvað sem við eigum eftir vinna í," sagði Ferguson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×