Enski boltinn

Nasri verður ekki seldur í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsenal hefur ákveðið að taka áhættuna á að missa Samir Nasri frítt næsta sumar. Félagið mun ekki selja leikmanninn í sumar þó svo hann eigi aðeins ár eftir af samningi og vilji ekki skrifa undir nýjan samning.

Nasri mun því leika með Arsenal í vetur og annað hvort róa á önnur mið næsta sumar eða skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Ef hann fer þá mun Arsenal verða af háum fjárhæðum sem félagið hefði getað fengið ef það hefði selt hann í sumar.

"Auðvitað er möguleiki á að við missum hann frítt en við erum til í að taka þá áhættu," sagði Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×