Fótbolti

Celtic byrjar með sigri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ki Sung-yueng fagnar marki sínu í dag.
Ki Sung-yueng fagnar marki sínu í dag.
Celtic lagði Hibernian örugglega að velli á útivelli 2-0 í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar í hádeginu í dag.

Helstu keppinautar Celtic í skosku úrvalsdeildinni, Rangers, gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í gær en Celtic átti aldrei í vandræðum gegn Hibernian.

Anthony Stokes skoraði af stuttu færi á 14. mínútu eftir mistök Graham Stack í marki Hibs. Ki Sung-yueng bætti öðru marki við eftir rúmlega klukkutíma leik.

Stack bætti fyrir mistök sín þegar hann varði vítaspyrnu frá markahróknum Gary Hooper á 68. mínútu en ekki voru skoruð fleiri mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×