Fótbolti

Forlan afgreiddi Paragvæ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Forlan kyssir bikarinn í kvöld.
Forlan kyssir bikarinn í kvöld.
Diego Forlan var í aðalhlutverki hjá Úrúgvæ í kvöld er liðið tryggði sér sigur í Copa America-keppninni. Úrúgvæ lagði Paragvæ í úrslitum, 3-0.

Luis Suarez kom Úrúgvæ á bragðið með marki á 11. mínútu og Forlan skoraði annað mark liðsins rétt fyrir hlé.

Forlan innsiglaði svo sigurinn með marki á lokamínútunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×