Hægðalosandi lyf unnið úr þorskalýsi 1. mars 2011 03:30 Orri Þór Ormarson Lýsi Lyfið er unnið úr þorskalýsi. Farið er nýjar leiðir við að fullnýta íslenskar sjávarafurðir.Fréttablaðið/Stefán Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. „Lýsi er með fríum fitusýrum í sér sem hefur sýnt sig að hafa veiru- og bakteríudrepandi áhrif. Upprunalegi tilgangurinn var að meðhöndla gyllinæð og aðra bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist nokkuð óvænt hafa hægðalosandi áhrif í prófunum á fólki og ákveðið var að rannsaka það betur,“ segir Orri LP er sprottið upp úr samvinnu starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítalans, en rannsóknarvinna hófst fyrir sjö árum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír í hlutastarfi, en fleiri koma að verkefninu. Lýsi hf. er stór hluthafi í sprotafyrirtækinu, en Tækniþróunarsjóður og AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, hafa einnig stutt verkefnið. Markmið fyrirtækisins er að þróa, skrá og markaðssetja, bæði hér á landi og erlendis, fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi. „Vonast er til að lyfið komist á markað á Íslandi árið 2013 og geti skapað tekjur og sparað innflutning á sambærilegum erlendum lyfjum,“ segir Orri. Orri segir lyfið vera í öðru stigi rannsókna og niðurstaðna sé að vænta í vor. „Ef niðurstöður eru jákvæðar er hægt að hefja þriðja og síðasta stig rannsóknarinnar. Það er mikil vinna og sækja þarf um öll tilheyrandi leyfi, en miklar gæðakröfur eru í lyfjarannsóknum á fólki og framleiðslu lyfja.“ Orri segir lyfjaþróun vera almennt dýra. Framleiðsla lyfja geti kostað frá 60 milljónum til 250 milljarða króna en fyrirtækið hefur reynt að þróa lyfið með talsvert minni kostnaði en þekkist annars staðar. „Við höfum reynt að nýta okkur þá þekkingu sem er til staðar hér á landi hjá Lýsi hf., háskólanum og sjúkrahúsum. Einnig er hugsanlegt að fá erlend lyfjafyrirtæki til að taka þátt í síðasta hluta rannsóknarinnar,“ segir Orri. Fleiri hugmyndir eru um vinnslu lyfja og skyldra vara úr þorskalýsi hjá fyrirtækinu. „Byrjað er að þróa græðandi smyrsli sem hugsanlega verður markaðssett sem náttúruafurð. Einnig á eftir að skoða betur veiru- og bakteríudrepandi áhrif þorskalýsisins,“ segir Orri. - jtó Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Lýsi Lyfið er unnið úr þorskalýsi. Farið er nýjar leiðir við að fullnýta íslenskar sjávarafurðir.Fréttablaðið/Stefán Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. „Lýsi er með fríum fitusýrum í sér sem hefur sýnt sig að hafa veiru- og bakteríudrepandi áhrif. Upprunalegi tilgangurinn var að meðhöndla gyllinæð og aðra bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist nokkuð óvænt hafa hægðalosandi áhrif í prófunum á fólki og ákveðið var að rannsaka það betur,“ segir Orri LP er sprottið upp úr samvinnu starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítalans, en rannsóknarvinna hófst fyrir sjö árum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír í hlutastarfi, en fleiri koma að verkefninu. Lýsi hf. er stór hluthafi í sprotafyrirtækinu, en Tækniþróunarsjóður og AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, hafa einnig stutt verkefnið. Markmið fyrirtækisins er að þróa, skrá og markaðssetja, bæði hér á landi og erlendis, fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi. „Vonast er til að lyfið komist á markað á Íslandi árið 2013 og geti skapað tekjur og sparað innflutning á sambærilegum erlendum lyfjum,“ segir Orri. Orri segir lyfið vera í öðru stigi rannsókna og niðurstaðna sé að vænta í vor. „Ef niðurstöður eru jákvæðar er hægt að hefja þriðja og síðasta stig rannsóknarinnar. Það er mikil vinna og sækja þarf um öll tilheyrandi leyfi, en miklar gæðakröfur eru í lyfjarannsóknum á fólki og framleiðslu lyfja.“ Orri segir lyfjaþróun vera almennt dýra. Framleiðsla lyfja geti kostað frá 60 milljónum til 250 milljarða króna en fyrirtækið hefur reynt að þróa lyfið með talsvert minni kostnaði en þekkist annars staðar. „Við höfum reynt að nýta okkur þá þekkingu sem er til staðar hér á landi hjá Lýsi hf., háskólanum og sjúkrahúsum. Einnig er hugsanlegt að fá erlend lyfjafyrirtæki til að taka þátt í síðasta hluta rannsóknarinnar,“ segir Orri. Fleiri hugmyndir eru um vinnslu lyfja og skyldra vara úr þorskalýsi hjá fyrirtækinu. „Byrjað er að þróa græðandi smyrsli sem hugsanlega verður markaðssett sem náttúruafurð. Einnig á eftir að skoða betur veiru- og bakteríudrepandi áhrif þorskalýsisins,“ segir Orri. - jtó
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira