Hægðalosandi lyf unnið úr þorskalýsi 1. mars 2011 03:30 Orri Þór Ormarson Lýsi Lyfið er unnið úr þorskalýsi. Farið er nýjar leiðir við að fullnýta íslenskar sjávarafurðir.Fréttablaðið/Stefán Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. „Lýsi er með fríum fitusýrum í sér sem hefur sýnt sig að hafa veiru- og bakteríudrepandi áhrif. Upprunalegi tilgangurinn var að meðhöndla gyllinæð og aðra bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist nokkuð óvænt hafa hægðalosandi áhrif í prófunum á fólki og ákveðið var að rannsaka það betur,“ segir Orri LP er sprottið upp úr samvinnu starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítalans, en rannsóknarvinna hófst fyrir sjö árum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír í hlutastarfi, en fleiri koma að verkefninu. Lýsi hf. er stór hluthafi í sprotafyrirtækinu, en Tækniþróunarsjóður og AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, hafa einnig stutt verkefnið. Markmið fyrirtækisins er að þróa, skrá og markaðssetja, bæði hér á landi og erlendis, fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi. „Vonast er til að lyfið komist á markað á Íslandi árið 2013 og geti skapað tekjur og sparað innflutning á sambærilegum erlendum lyfjum,“ segir Orri. Orri segir lyfið vera í öðru stigi rannsókna og niðurstaðna sé að vænta í vor. „Ef niðurstöður eru jákvæðar er hægt að hefja þriðja og síðasta stig rannsóknarinnar. Það er mikil vinna og sækja þarf um öll tilheyrandi leyfi, en miklar gæðakröfur eru í lyfjarannsóknum á fólki og framleiðslu lyfja.“ Orri segir lyfjaþróun vera almennt dýra. Framleiðsla lyfja geti kostað frá 60 milljónum til 250 milljarða króna en fyrirtækið hefur reynt að þróa lyfið með talsvert minni kostnaði en þekkist annars staðar. „Við höfum reynt að nýta okkur þá þekkingu sem er til staðar hér á landi hjá Lýsi hf., háskólanum og sjúkrahúsum. Einnig er hugsanlegt að fá erlend lyfjafyrirtæki til að taka þátt í síðasta hluta rannsóknarinnar,“ segir Orri. Fleiri hugmyndir eru um vinnslu lyfja og skyldra vara úr þorskalýsi hjá fyrirtækinu. „Byrjað er að þróa græðandi smyrsli sem hugsanlega verður markaðssett sem náttúruafurð. Einnig á eftir að skoða betur veiru- og bakteríudrepandi áhrif þorskalýsisins,“ segir Orri. - jtó Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Lýsi Lyfið er unnið úr þorskalýsi. Farið er nýjar leiðir við að fullnýta íslenskar sjávarafurðir.Fréttablaðið/Stefán Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. „Lýsi er með fríum fitusýrum í sér sem hefur sýnt sig að hafa veiru- og bakteríudrepandi áhrif. Upprunalegi tilgangurinn var að meðhöndla gyllinæð og aðra bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist nokkuð óvænt hafa hægðalosandi áhrif í prófunum á fólki og ákveðið var að rannsaka það betur,“ segir Orri LP er sprottið upp úr samvinnu starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítalans, en rannsóknarvinna hófst fyrir sjö árum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír í hlutastarfi, en fleiri koma að verkefninu. Lýsi hf. er stór hluthafi í sprotafyrirtækinu, en Tækniþróunarsjóður og AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, hafa einnig stutt verkefnið. Markmið fyrirtækisins er að þróa, skrá og markaðssetja, bæði hér á landi og erlendis, fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi. „Vonast er til að lyfið komist á markað á Íslandi árið 2013 og geti skapað tekjur og sparað innflutning á sambærilegum erlendum lyfjum,“ segir Orri. Orri segir lyfið vera í öðru stigi rannsókna og niðurstaðna sé að vænta í vor. „Ef niðurstöður eru jákvæðar er hægt að hefja þriðja og síðasta stig rannsóknarinnar. Það er mikil vinna og sækja þarf um öll tilheyrandi leyfi, en miklar gæðakröfur eru í lyfjarannsóknum á fólki og framleiðslu lyfja.“ Orri segir lyfjaþróun vera almennt dýra. Framleiðsla lyfja geti kostað frá 60 milljónum til 250 milljarða króna en fyrirtækið hefur reynt að þróa lyfið með talsvert minni kostnaði en þekkist annars staðar. „Við höfum reynt að nýta okkur þá þekkingu sem er til staðar hér á landi hjá Lýsi hf., háskólanum og sjúkrahúsum. Einnig er hugsanlegt að fá erlend lyfjafyrirtæki til að taka þátt í síðasta hluta rannsóknarinnar,“ segir Orri. Fleiri hugmyndir eru um vinnslu lyfja og skyldra vara úr þorskalýsi hjá fyrirtækinu. „Byrjað er að þróa græðandi smyrsli sem hugsanlega verður markaðssett sem náttúruafurð. Einnig á eftir að skoða betur veiru- og bakteríudrepandi áhrif þorskalýsisins,“ segir Orri. - jtó
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira