Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Fellaini

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fellaini eftir að hann meiddist um helgina.
Fellaini eftir að hann meiddist um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Marouane Fellaini mun ekki spila meira með Everton á tímabilinu þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð á ökkla í næstu viku.

Þetta staðfesti David Moyes, stjóri Everton, eftir tap liðsins fyrir Reading í ensku bikarkeppninni í kvöld.

Fellaini kom ekki við sögu í leiknum en hann meiddist í sigri Everton á Sunderland um helgina.

Þá greindi Moyes einnig frá því að annar sterkur leikmaður Tim Cahill, verði frá næstu tvær vikurnar vegna meiðsla í fæti.

Everton er nú úr leik í bikarnum og er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fimm stigum frá fallsæti.

„Það voru gríðarleg vonbrigði að tapa í kvöld," sagði Moyes eftir leikinn. „Við höfðum staðið okkur svo vel fram að þessu í keppninni. Maður biður ekki um meira en að fá heimaleiki en okkur tókst ekki að nýta okkur það í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×