Enski boltinn

Rio Ferdinand: Janúar-kaupin hjálpa Chelsea ekki mikið á þessu tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Mynd/Nordic Photos/Getty
Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, verður fjarri góðu gammni þegar liðið mætir Chelsea á Brúnni í kvöld en hann notaði samt tækifærið til að tjá sig um nýju mennina í Chelsea-liðinu í viðtali fyrir leikinn.

Chelsea keypti þá Fernando Torres og David Luiz fyrir samtals 71 milljón punda í janúar. Torres hefur ekki enn náð að skora en Luiz hefur sýnt að hann getur orðið framtíðar fastamaður í Chelsea-vörninni.

„Þegar þeir keyptu Torres þá hugsaði ég: Þeir ætla að bara að reyna að taka þetta," sagði Rio Ferdinand við The Express.

„En munu þessi kaup bæta Chelsea-liðið á þessu tímabili? Ég veit það ekki en þessir leikmenn munu örugglega styrkja þá fyrir næsta tímabil. Það er hinsvegar erfitt að aðlagast nýju liði í janúar," sagði Ferdinand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×