Craig Bellamy gekk í gær til liðs við sitt gamla félag Liverpool en hann hefur verið á láni hjá Cardiff City frá Manchester City síðastliðið ár.
Bellamy greinir frá því í enskum fjölmiðlum að hann hafi ekki getað neitað Kenny Dalglish, knattspyrnustjóra Liverpool, en hann er goðsögn hjá félaginu.
Þessi 32 ára Walesverji lék með Liverpool tímabilið 2006-07 og náði sér ekki almennilega á strik.
„Ég ólst upp við það að horfa á Kenny Dalglish, því er það mikill heiður að fá samningstilboð frá honum".
„Þetta eru spennandi tímar hjá Liverpool. Þegar Kanny tók við þá fékk ég smá fiðring í magann og hafði strax áhuga á að snúa til baka".
„Dalglish er líklega besti leikmaður sem hefur leikið fyrir Liverpool frá upphafi og hann mun verða frábær knattspyrnustjóri".
„Ég er virkilega ánægður með að vera kominn aftur til félagsins, síðustu mánuðir hafa verið lengi að líða, en ég hafði alltaf trú á að það kæmi gott tilboð".
Bellamy: Mikill heiður að fá tilboð frá Dalglish
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

