Peningarnir tala í knattspyrnunni Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2011 17:00 Gervipeningar sem aðdáendur Man. City létu útbúa þegar nýi eigandinn kom til sögunnar. Mynd. / Getty Images Ríkasta knattspyrnufélagið í heiminum, Manchester City, eyddi mest allra félaga á meðan félagsskiptaglugginn var opinn í sumar. Franska félagið, Paris St. Germain, kom þar á eftir en félagið fór mikinn á leikmannamarkaðnum, en velauðugur maður frá Katar er aðal eigandi klúbbsins. Paris St. Germain tók heldur betur upp veskið í sumar og eyddi um 75 milljónum punda eða 13,9 milljörðum íslenskra króna í leikmannakaup. Manchester City gerði aðeins betur og eyddi 76 milljónum punda sem gerir 14,1 milljörðum íslenskra króna. Hinn 41 árs eigandi Manchester City, Sheikh Mansour, festi kaup á þeim Sergio Aguero, Gael Clichy, Stefan Savic og Samir Nasri í sumar. Sheikh Mansour hefur eytt 460 milljónum punda í þá 28 leikmenn sem félagið hefur fest kaup á síðan hann fjárfesti í félaginu fyrir þremur árum. Ef sú upphæð er umreiknuð yfir í íslenskar krónur þá gerir það 86 milljarðar króna. Paris St. Germain festi kaup á hinum argentínska, Javier Pastore, sem kom til félagsins frá Palermo á Ítalíu fyrir 37 milljónir punda. Félagið eyddi einnig umtalsverðri fjárhæp í Kevin Gameiro frá Lorient, Blaise Matuidi frá St Etienne, Jeremy Menez frá Roma, Mohamed Sissoko frá Juventus sem og Diego Lugano. Paris St. Germain ætlar sér ekkert annað en franska meistaratitilinn í ár eins og leikmannakaupin gefa til kynna. Samuel Eto´o stendur líklega best af vígi fjárhagslega eftir félagskiptin í sumar, en hann fór frá Inter Milan til Anzhi Makhachkala frá Rússlandi fyrir 27 milljónir punda. Leikmaðurinn fær 60 milljónir íslenskra króna í laun á viku sem gerir 3,3 milljarða í árslaun, nokkuð gott hjá Eto´o. Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu samtals 430 milljónum punda í leikmannakaup á meðan glugginn var opinn en það gerir um 80 milljarða íslenskra króna, en það er umtalsvert stærri upphæð en fyrir ári síðan. Fótbolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Ríkasta knattspyrnufélagið í heiminum, Manchester City, eyddi mest allra félaga á meðan félagsskiptaglugginn var opinn í sumar. Franska félagið, Paris St. Germain, kom þar á eftir en félagið fór mikinn á leikmannamarkaðnum, en velauðugur maður frá Katar er aðal eigandi klúbbsins. Paris St. Germain tók heldur betur upp veskið í sumar og eyddi um 75 milljónum punda eða 13,9 milljörðum íslenskra króna í leikmannakaup. Manchester City gerði aðeins betur og eyddi 76 milljónum punda sem gerir 14,1 milljörðum íslenskra króna. Hinn 41 árs eigandi Manchester City, Sheikh Mansour, festi kaup á þeim Sergio Aguero, Gael Clichy, Stefan Savic og Samir Nasri í sumar. Sheikh Mansour hefur eytt 460 milljónum punda í þá 28 leikmenn sem félagið hefur fest kaup á síðan hann fjárfesti í félaginu fyrir þremur árum. Ef sú upphæð er umreiknuð yfir í íslenskar krónur þá gerir það 86 milljarðar króna. Paris St. Germain festi kaup á hinum argentínska, Javier Pastore, sem kom til félagsins frá Palermo á Ítalíu fyrir 37 milljónir punda. Félagið eyddi einnig umtalsverðri fjárhæp í Kevin Gameiro frá Lorient, Blaise Matuidi frá St Etienne, Jeremy Menez frá Roma, Mohamed Sissoko frá Juventus sem og Diego Lugano. Paris St. Germain ætlar sér ekkert annað en franska meistaratitilinn í ár eins og leikmannakaupin gefa til kynna. Samuel Eto´o stendur líklega best af vígi fjárhagslega eftir félagskiptin í sumar, en hann fór frá Inter Milan til Anzhi Makhachkala frá Rússlandi fyrir 27 milljónir punda. Leikmaðurinn fær 60 milljónir íslenskra króna í laun á viku sem gerir 3,3 milljarða í árslaun, nokkuð gott hjá Eto´o. Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu samtals 430 milljónum punda í leikmannakaup á meðan glugginn var opinn en það gerir um 80 milljarða íslenskra króna, en það er umtalsvert stærri upphæð en fyrir ári síðan.
Fótbolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki