Enski boltinn

Mancini: Langar stundum að kýla Balotelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mancini og Balotelli.
Mancini og Balotelli.

Mario Balotelli, framherji Man. City, hefur það orðspor á sér að vera ódæll og erfiður í samskiptum. Það hefur einnig verið kvartað yfir því að hann sé ekki nógu hress en hann brosir varla er hann skorar.

Leikmaðurinn segir að sú mynd sem búið er að mála upp af honum sé ósanngjörn.

"Eru orðrómurinn sannur? Er fólk virkilega að veðja á hvenær ég enda í fangelsi," sagði Balotelli við blaðamann Daily Mail og sagðist hafa séð þennan orðróm á netinu.

Stráknum hefur líka verið hrósað af stjóra sínum Robert Mancini en Mancini er samt ekki alltaf ánægður með strákinn.

"Þegar menn skora þrennu í úrvalsdeildinni þá fagna menn. Ég lendi daglega í deilum við Mario og stundum langar mig að kýla hann," sagði Mancini.







Er Balotelli að fela brosið hérna?

Balotelli var fljótur að svara þessum ummælum stjórans."Hann gæti ekki kýlt mig. Ég æfi sparkbox," sagði framherjinn léttur aldrei þessu vant og bætti svo við smá skilaboðum til stuðningsmanna Man. City.

"Mér hlýnaði verulega um hjartaræturnar er stuðningsmennirnir sungu nafnið mitt eftir að ég skoraði þrennuna. Ég brosi ekki alltaf þegar ég skora en ég get fullvissað alla um að ég brosi inn í mér."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×