Fótbolti

Ísland mætir Englandi í forkeppni EM U21 árs landsliða

Arnar Björnsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson er þjálfari U 21 árs landsliðsins.
Eyjólfur Sverrisson er þjálfari U 21 árs landsliðsins.

Nú rétt áðan var dregið í forkeppni Evrópumóts landsliða leikmanna 21 árs og yngri en úrslitakeppnin verður í Ísrael í júní 2013. Íslendingar spila í 8. riðli með Englendingum, Belgum, Írum, Norðmönnum og Aserum.

Sigurvegarar riðlanna 10 auk fjögurra þeirra liða sem eru með besta árangurinn í 2. sæti mætast í 7 leikjum í umspili. Sjö þjóðir komast á EM auk gestjafanna frá Ísrael.

Ísland mun leika í úrslitakeppni EM sem fram fer í sumar í Danmörku en liðið tryggði sér keppnisrétt með því að leggja Skota í tveimur umspilsleikjum s.l. haust.

Átta lið leika á EM í Danmörku þar sem Ísland er með Hvít-Rússum, Dönum og Svisslendum í riðli. Í B-riðli eru England, Spánn, Úkraína og Tékkland.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×