Enski boltinn

Koscielny: Arsenal og United munu berjast um titilinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Laurent Koscielny, leikmaður Arsenal, á ekki von á því að Chelsea og Manchester City muni blanda sér í baráttuna um enska meistaratitilinn í vor.

Arsenal og Manchester United unnu bæði leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í vikunni en United er á toppnum með 54 stig, fimm meira en Arsenal.

City er svo átta stigum á eftir Arsenal og Chelsea fimm.

„Það lítur út fyrir að við séum síðasta hindrunin sem United þarf að yfirstíga," sagði Koscielny við enska fjölmiðla.

„Við erum með fleiri stig en City, Chelsea og önnur lið. Við verðum að einbeita okkur áfram að þeim leikjum sem eru framundan og halda áfram að safna stigum. Kannski mun United misstíga sig um leið."

„Það er allt hægt í þessari deild. Þess vegna verðum við að halda áfram að leggja mikið á okkur. Við munum berjast áfram en það er mikilvægt að halda varnarleiknum góðum."

„Þetta verður barátta á milli okkar og Manchester United. Vonandi munu þeir tapa stigum á næstunni, ekki við."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×