Fótbolti

Feyenoord vill fá bætur vegna meiðsla Jon Dahl Tomasson

Arnar Björnsson skrifar
Jon Dahl Tomasson.
Jon Dahl Tomasson. Nordic Photos/Getty Images

Hollenska fótboltafélagið Feyenoord hefur krafið danska knattspyrnusambandið um 160 milljóna króna bætur vegna þess að Jon Dahl Tomasson lék meiddur á heimsmeistaramótinu í Suður Afríku í fyrra.

Tomasson meiddist í leik gegn Japan þegar 10 mínútur voru til leiksloka en þar sem Danir höfðu notað alla sínar þrjár skiptingar lauk Tomasson leiknum.

Enska knattspyrnusambandið borgaði Liverpool 90 milljónir króna í miskabætur sl. haust. Steven Gerard lék þá lengur til en hann mátti samkvæmt samkomulagi Liverpool við landsliðsþjálfara Englendinga, Fabio Capello.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×