Tíu milljarðar settir í almenningssamgöngur 23. september 2011 04:30 Fjármagn frá ríkisstjórninni mun nýtast við að þétta stofnæðar Strætó, segir formaður borgarráðs. Meðal annars verði skoðað að koma á fót fleiri forgangsakreinum fyrir strætó. fréttablaðið/vilhelm Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. Ráðherrar innanríkis- og fjármála undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í gær, ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við taka samningar um málið á grundvelli samkomulagsins. Yfirlýsingin hefur fengið grænt ljós hjá öllum borgar- og bæjarráðum sveitarfélaganna. Þau hafa jafnframt skuldbundið sig til að skerða ekki framlag sitt til Strætó bs. á tímabilinu, en það nemur í ár rúmum 2,5 milljörðum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir samkomulagið marka tímamót og þarna birtist ásetningur ríkisstjórnarinnar um að horfast í augu við kall tímans og efla almenningssamgöngur. „Nú er komið að hinum, sem hafa gagnrýnt það á undanförnum árum að það hafi ekki verið gert nóg í þágu almenningssamgangna. Það er margt sem styrkir okkur í þessari afstöðu. Þetta er jafnréttismál, því fólk mun þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur í auknum mæli. Eldsneyti er dýrt og bílar eru dýrir og samgöngur eru nú í öðru sæti í útgjöldum heimila.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, tekur undir að um mikil tímamót sé að ræða. „Þarna er um verulegar fjárhæðir að ræða sem skipta miklu máli við að bæta þjónustu við farþega,“ segir Dagur. Hann segir fjármagnið fyrst og fremst munu nýtast við að þétta netið á stofnæðum. Markmiðið sé að farþegar þurfi ekki að kunna tímatöfluna heldur geti treyst á örugga, góða og hraða þjónustu. Dagur vonast til þess að viðræður um framkvæmdir á grundvelli viljayfirlýsingarinnar fari af stað sem fyrst, helst strax. Ásgerður Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir mikil tækifæri fólgin í yfirlýsingunni. „Við hlökkum til að vinna að þessu verkefni með Vegagerðinni. Nú eigum við eftir að leggjast yfir forgangsröðun verkefna.“ Verkefnið lýtur ekki einungis að eflingu strætisvagnakerfisins, aðrir valkostir verða einnig efldir svo sem hjólreiðar. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. Ráðherrar innanríkis- og fjármála undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í gær, ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við taka samningar um málið á grundvelli samkomulagsins. Yfirlýsingin hefur fengið grænt ljós hjá öllum borgar- og bæjarráðum sveitarfélaganna. Þau hafa jafnframt skuldbundið sig til að skerða ekki framlag sitt til Strætó bs. á tímabilinu, en það nemur í ár rúmum 2,5 milljörðum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir samkomulagið marka tímamót og þarna birtist ásetningur ríkisstjórnarinnar um að horfast í augu við kall tímans og efla almenningssamgöngur. „Nú er komið að hinum, sem hafa gagnrýnt það á undanförnum árum að það hafi ekki verið gert nóg í þágu almenningssamgangna. Það er margt sem styrkir okkur í þessari afstöðu. Þetta er jafnréttismál, því fólk mun þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur í auknum mæli. Eldsneyti er dýrt og bílar eru dýrir og samgöngur eru nú í öðru sæti í útgjöldum heimila.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, tekur undir að um mikil tímamót sé að ræða. „Þarna er um verulegar fjárhæðir að ræða sem skipta miklu máli við að bæta þjónustu við farþega,“ segir Dagur. Hann segir fjármagnið fyrst og fremst munu nýtast við að þétta netið á stofnæðum. Markmiðið sé að farþegar þurfi ekki að kunna tímatöfluna heldur geti treyst á örugga, góða og hraða þjónustu. Dagur vonast til þess að viðræður um framkvæmdir á grundvelli viljayfirlýsingarinnar fari af stað sem fyrst, helst strax. Ásgerður Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir mikil tækifæri fólgin í yfirlýsingunni. „Við hlökkum til að vinna að þessu verkefni með Vegagerðinni. Nú eigum við eftir að leggjast yfir forgangsröðun verkefna.“ Verkefnið lýtur ekki einungis að eflingu strætisvagnakerfisins, aðrir valkostir verða einnig efldir svo sem hjólreiðar. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira