Tíu milljarðar settir í almenningssamgöngur 23. september 2011 04:30 Fjármagn frá ríkisstjórninni mun nýtast við að þétta stofnæðar Strætó, segir formaður borgarráðs. Meðal annars verði skoðað að koma á fót fleiri forgangsakreinum fyrir strætó. fréttablaðið/vilhelm Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. Ráðherrar innanríkis- og fjármála undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í gær, ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við taka samningar um málið á grundvelli samkomulagsins. Yfirlýsingin hefur fengið grænt ljós hjá öllum borgar- og bæjarráðum sveitarfélaganna. Þau hafa jafnframt skuldbundið sig til að skerða ekki framlag sitt til Strætó bs. á tímabilinu, en það nemur í ár rúmum 2,5 milljörðum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir samkomulagið marka tímamót og þarna birtist ásetningur ríkisstjórnarinnar um að horfast í augu við kall tímans og efla almenningssamgöngur. „Nú er komið að hinum, sem hafa gagnrýnt það á undanförnum árum að það hafi ekki verið gert nóg í þágu almenningssamgangna. Það er margt sem styrkir okkur í þessari afstöðu. Þetta er jafnréttismál, því fólk mun þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur í auknum mæli. Eldsneyti er dýrt og bílar eru dýrir og samgöngur eru nú í öðru sæti í útgjöldum heimila.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, tekur undir að um mikil tímamót sé að ræða. „Þarna er um verulegar fjárhæðir að ræða sem skipta miklu máli við að bæta þjónustu við farþega,“ segir Dagur. Hann segir fjármagnið fyrst og fremst munu nýtast við að þétta netið á stofnæðum. Markmiðið sé að farþegar þurfi ekki að kunna tímatöfluna heldur geti treyst á örugga, góða og hraða þjónustu. Dagur vonast til þess að viðræður um framkvæmdir á grundvelli viljayfirlýsingarinnar fari af stað sem fyrst, helst strax. Ásgerður Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir mikil tækifæri fólgin í yfirlýsingunni. „Við hlökkum til að vinna að þessu verkefni með Vegagerðinni. Nú eigum við eftir að leggjast yfir forgangsröðun verkefna.“ Verkefnið lýtur ekki einungis að eflingu strætisvagnakerfisins, aðrir valkostir verða einnig efldir svo sem hjólreiðar. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að setja einn milljarð króna árlega í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Litið er á verkefnið sem kjarabót, þar sem samgöngur eru nú næststærsti útgjaldaliður heimila, næst á eftir húsnæði og hærri en matarinnkaup. Ráðherrar innanríkis- og fjármála undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í gær, ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við taka samningar um málið á grundvelli samkomulagsins. Yfirlýsingin hefur fengið grænt ljós hjá öllum borgar- og bæjarráðum sveitarfélaganna. Þau hafa jafnframt skuldbundið sig til að skerða ekki framlag sitt til Strætó bs. á tímabilinu, en það nemur í ár rúmum 2,5 milljörðum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir samkomulagið marka tímamót og þarna birtist ásetningur ríkisstjórnarinnar um að horfast í augu við kall tímans og efla almenningssamgöngur. „Nú er komið að hinum, sem hafa gagnrýnt það á undanförnum árum að það hafi ekki verið gert nóg í þágu almenningssamgangna. Það er margt sem styrkir okkur í þessari afstöðu. Þetta er jafnréttismál, því fólk mun þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur í auknum mæli. Eldsneyti er dýrt og bílar eru dýrir og samgöngur eru nú í öðru sæti í útgjöldum heimila.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, tekur undir að um mikil tímamót sé að ræða. „Þarna er um verulegar fjárhæðir að ræða sem skipta miklu máli við að bæta þjónustu við farþega,“ segir Dagur. Hann segir fjármagnið fyrst og fremst munu nýtast við að þétta netið á stofnæðum. Markmiðið sé að farþegar þurfi ekki að kunna tímatöfluna heldur geti treyst á örugga, góða og hraða þjónustu. Dagur vonast til þess að viðræður um framkvæmdir á grundvelli viljayfirlýsingarinnar fari af stað sem fyrst, helst strax. Ásgerður Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir mikil tækifæri fólgin í yfirlýsingunni. „Við hlökkum til að vinna að þessu verkefni með Vegagerðinni. Nú eigum við eftir að leggjast yfir forgangsröðun verkefna.“ Verkefnið lýtur ekki einungis að eflingu strætisvagnakerfisins, aðrir valkostir verða einnig efldir svo sem hjólreiðar. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira