Fótbolti

Totti hetja Roma í nágrannaslagnum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Totti fagnar marki í dag.
Totti fagnar marki í dag. Mynd/AFP
Það var sannkallaður nágrannaslagur í Róm í dag í ítalska boltanum þegar AS Roma og Lazio mættust. Francesco Totti var hetja Roma en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Roma.

Mikill hiti var í leiknum því tveir leikmenn Lazio, Stefan Radu og Christian Daniel Ledesma, fengu að líta beint rautt spjald undir lok leiksins.

Udinese er komið upp í þriðja sæti deildarinnar eftir 0-4 sigur á Cagliari í dag og skoraði Antonio Di Natale tvö mörk fyrir Udinese. Önnur úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Úrslit dagsins í ítalska boltanum:

AC Milan 1-1 Bari

AS Roma 2-0 Lazio

Cagliari 0-4 Udinese

Catania 1-0 Sampdoria

Chievo 0-1 Fiorentina

Genoa 1-0 Palermo

Lecce 0-1 Bologna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×