Enski boltinn

Tekur Chris Hughton við Birmingham?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chris Hughton þykir líklegur eftirmaður McLeish. Mynd. / Getty Images
Chris Hughton þykir líklegur eftirmaður McLeish. Mynd. / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Chris Hughton líklega taka við Birmingham eftir að Alex McLeish sagði upp störfum í gær. 

Alex McLeish sagði óvænt upp starfi sínu í gær og nú leita forráðamenn Birmingham að nýjum knattspyrnustjóra liðsins, en Hughton ku vera vænlegur kostur fyrir þá bláu.

Hughton var rekinn frá Newcastle á síðasta tímabili sem kom spekingum nokkuð mikið á óvart.



Birmingham féll úr ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði og því leikur félagið í næst efstu deild á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×