Enski boltinn

Jones í myndatöku á morgun | Young frá í 2-3 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jones gengur meiddur af velli í kvöld.
Jones gengur meiddur af velli í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Ekki er víst að Phil Jones sé kjálkabrotinn eins og fullyrt hefur verið í enskum fjölmiðlum í kvöld. Jones þurfti að fara meiddur af velli í 5-0 sigri Manchester United á Fulham en Alex Ferguson, stjóri United, segir að hann muni fara í myndatöku á morgun.

Ferguson staðfesti þó að Ashley Young, sem kom inn á sem varamaður fyrir Jones, verði frá næstu 2-3 vikurnar. Young varð fyrir hnémeiðslum eftir tæklingu frá Dickson Etuhu og haltraði af velli í seinni hálfleik.

Þá sagði hann einnig að Rio Ferdinand muni missa af leik United gegn Wigan á öðrum degi jóla vegna meiðsla.

Jones fékk högg í andlitið eftir að Clint Dempsey, leikmaður Fulham, gaf honum óvart olnbogaskot. „Phil Jones fékk högg í kjálkann og við munum senda hann í myndatöku. En þetta lítur ekki mjög vel út," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×