Enski boltinn

Cole valinn besti landsliðsmaður Englendinga árið 2010

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole.
Ashley Cole. Mynd/AFP
Ashley Cole, bakvörður Chelsea og enska landsliðsins, þótti standa sig best á árinu 2010 samkvæmt netkönnum á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins. Cole varð á undan Steven Gerrard og Adam Johnson í kjörinu.

Ashley Cole og Steven Gerrard voru þeir einu sem má segja að hafi skilað sínu á HM í Suður-Afríku í sumar og þótt að Cole hafi aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum enska landsliðsins þá þótti hann standa upp úr á síðasta ári. Cole stóð sig vel í flestum leikjum og er að margra mati einn af bestu bakvörðum í heimi í dag.

Þetta var í áttunda sinn sem enska knattspynursambandið stendur fyrir svona könnun en Wayne Rooney vann þess netskosningu fyrir árið 2009. Cole er fyrsti varnarmaðurinn sem er kosinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×