Enski boltinn

United komst áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonny Evans í baráttunni í dag.
Jonny Evans í baráttunni í dag. Nordic Photos / Getty Images

Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit ensku bikarkepninnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Southampton á útivelli í dag.

United mátti hafa mikið fyrir sigrinum en liðið lenti undir í leiknum þegar að Richard Chaplow skoraði með föstu skoti í lok fyrri hálfleiks.

Michael Owen hafði átt skot í stöng áður en Chaplow skoraði og það var einmitt hann sem að jafnaði metin fyrir United þegar hann skoraði af stuttu færi á 65. mínútu.

Aðeins tíu mínútum síðar skoraði Javier Hernandez sigurmark United. Hernandez fékk sendingu frá Ryan Giggs og náði að koma knettinum í mark heimamanna þrátt fyrir að hafa verið kominn úr jafnvægi.

Southampton er í toppbaráttunni í ensku C-deildinni en United sem kunnugt er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er liðið þar að auki taplaust í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×