Fótbolti

Kolbeinn með þrennu á nítján mínútum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn í leik með AZ Alkmaar.
Kolbeinn í leik með AZ Alkmaar. Nordic Photos / AFP
Kolbeinn Sigþórsson er nú að fara á kostum í leik með AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni.

AZ hefur nú forystu, 3-1, gegn VVV Venlo og skoraði Kolbeinn öll þrjú mörk AZ á nítján mínútna kafla í upphafi leiksins.

Mörkin komu á 5., 13. og 26. mínútu áður en að Venlo minnkaði mun inn með marki á 37. mínútu.

Jóhann Berg Guðmundsson er einnig í byrjunarliði AZ sem er í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×