Enski boltinn

Portúgalinn Andre Villa-Boas tekur við Chelsea

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Chelsea hefur ráðið Andre Villas-Boas frá Portúgal sem knattspyrnustjóra liðsins og skrifar hann undir samning til þriggja  ára.
Chelsea hefur ráðið Andre Villas-Boas frá Portúgal sem knattspyrnustjóra liðsins og skrifar hann undir samning til þriggja ára. Nordic Photos/Getty Images
Chelsea hefur ráðið Andre Villas-Boas frá Portúgal sem knattspyrnustjóra liðsins og skrifar hann undir samning til þriggja  ára. Villas-Boas er aðeins 33 ára gamall en hann hefur náð frábærum árangri með Porto í heimalandinu og hann var áður aðstoðarþjálfari hjá Chelsea þegar landi hans Jose Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins.

Villas-Boas tekur nú þegar við starfinu en Chelsea rak Carlo Ancelotti skömmu eftir að liðið lék sinn síðasta leik á tímabilinu.  Miklar líkur eru á því að Kólumbíumaðurinn Falcao verði fyrstu kaup Chelsea undir stjórn Villas-Boas en framherjinn hefur farið á kostum með Porto á undanförnum mánuðum.

Talið er að Villas-Boas fái um 800 milljónir kr. í árslaun en Porto fékk um 2,5 milljarða kr. í „skaðabætur“ frá Chelsea þegar félagið borgaði Villas-Boas út úr samninginum hjá Porto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×